Stjórnarandstaðan sameinuð í örorkulífeyrismálinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:21 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið í grunninn snúast um að enginn öryrki verði skilinn eftir. aðsend Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur á örorkulífeyrisfrumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin. Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.
Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“