„Sláandi fordómar í kosningabaráttunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2024 13:46 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun í tilefni kvenréttindadagsins. Þar ræddi hún um bakslag af ýmsum toga og mikilvægi þess að halda jafnréttisbaráttunni áfram. vísir/Sigurjón Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag. Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar.
Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira