Sjáðu Viktor Karl halda upp á trúlofunina með sigurmarki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 08:30 Viktor Karl Einarsson fagnar hér sigurmarki sínu á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Diego Viktor Karl Einarsson tryggði Blikum 2-1 sigur á KA í lokaleik tíundu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær. Blikar minnkuðu um leið forskot Víkinga á toppnum í aðeins eitt stig auk þess að liðin eru með mjög svipaða markatölu, 27-12 hjá Víkingi á móti 26-13 hjá Blikum. Spennan er því orðin mikil á toppnum. Viktor Karl Einarsson trúlofaði sig í landsleikjahlénu og hann hélt upp á það með laglegu marki eftir að hafa dansað aðeins með boltann í vítateignum. Viktor Karl átti einnig stóran þátt í fyrra marki Blika þegar sending hans sprengdi upp vörn KA áður en Aron Bjarnason gaf fyrir og Kári Gautason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Sjálfsmarkið kom tveimur mínútum fyrir hálfleik en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði fyrir KA-menn eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Viktor Karl gerði aftur á móti út um leikinn þegar hann skoraði á 74. mínútu. Viktor Karl trúlofaðist körfuboltakonunni Jónínu Þórdísi Karlsdóttur á dögunum. Svona eiga menn að halda upp á slík tímamót en Viktor hefur átt mjög gott sumar með Breiðabliksliðinu. Það má sjá öll mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og KA Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Blikar minnkuðu um leið forskot Víkinga á toppnum í aðeins eitt stig auk þess að liðin eru með mjög svipaða markatölu, 27-12 hjá Víkingi á móti 26-13 hjá Blikum. Spennan er því orðin mikil á toppnum. Viktor Karl Einarsson trúlofaði sig í landsleikjahlénu og hann hélt upp á það með laglegu marki eftir að hafa dansað aðeins með boltann í vítateignum. Viktor Karl átti einnig stóran þátt í fyrra marki Blika þegar sending hans sprengdi upp vörn KA áður en Aron Bjarnason gaf fyrir og Kári Gautason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Sjálfsmarkið kom tveimur mínútum fyrir hálfleik en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði fyrir KA-menn eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Viktor Karl gerði aftur á móti út um leikinn þegar hann skoraði á 74. mínútu. Viktor Karl trúlofaðist körfuboltakonunni Jónínu Þórdísi Karlsdóttur á dögunum. Svona eiga menn að halda upp á slík tímamót en Viktor hefur átt mjög gott sumar með Breiðabliksliðinu. Það má sjá öll mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og KA
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira