Sjáðu fyrsta sjálfsmarkið sem Ítali skorar í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 06:30 Riccardo Calafiori getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa sent boltann í eigið mark. Getty/Eric Verhoeven Evrópumeistarar Ítala voru undir á flestum sviðum á móti Spánverjum í leik þjóðanna í Evrópukeppninni í gærkvöldi en það voru þó þeir sjálfir sem á endanum tryggðu spænska liðinu sigurinn. Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira