„Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júní 2024 22:50 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Anton Brink „Svekkjandi að tapa, við komum hingað til þess að sækja þessi þrjú stig sem voru í boði. Þannig var hugarfarið hjá leikmönnunum, en því miður skoruðum við bara eitt mark.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
„Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki