Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 13:01 Borgarstjóri Barcelona tilkynnti um breytinguna í gær. Vísir/EPA Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca. Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Erfitt er að finna sér íbúð í langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Með þessari breytingu vona yfirvöld að leiguverð lækki og að borgin verði íbúðarhæf fyrir íbúa hennar. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að leiguverð hafi rokið upp um 68 prósent síðustu tíu árin og að kaupverð hafi risið um 38 prósent. Þá hafi þessi staða einnig aukið ójöfnuð og sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að takast á við það sem við teljum verið stærsta vandamál Barcelona,“ sagði Callboni á borgarstjórnarfundi í gær og að frá og með 2029, ef ekkert breyttist, yrðu „ferðamannaíbúðir“ ekki lengur þekktar í borginni, eða vandamál. Takmarkanir á skammtímaleigu hafa áður verið kynntar á Kanaríeyjum á Spáni, í Lissabon í Portúgal og í Berlín í Þýskalandi. Loftmynd af Barcelona.Vísir/Getty Húsnæðismálaráðherra Spánar, Isabel Rodriguez, studdi tilkynninguna á samfélagsmiðlinum X og sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að tryggja aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Margar af þeim íbúðum sem eru í skammtímaleigu eru leigðar út á vefnum AirBnb. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við fréttunum. Ferðamannaíbúðasamtök Barcelona, Apartur, sögðu í tilkynningu ákvörðun yfirvalda vera mistök og að ólöglegum skammtímaleigum myndi fjölga. Borgaryfirvöld tilkynntu í gær að þau muni auka eftirlit með slíkum íbúðum samhliða nýja banninu. Hótel aftur á vinsælum svæðum Líklegt er að hótel muni græða á breytingunni en opnun nýrra hótela var bönnuð á ákveðnum svæðum. Collboni hefur gefið í skyn að með takmörkun skammtímaleiga verði því breytt. Hótelsamtök Barcelona vildu ekki segja neitt við um þessa breytingu við Guardian í gær. Ferðamannaíbúðum í skammtímaleigu hefur ekki fjölgað í borginni síðustu ár en ferðamönnum hefur á sama tíma ekki fækkað. Samtök hafa boðið til mótmæla þann 6. Júlí þar sem ferðamennsku í Barcelona verður mótmælt. Svipuð mótmæla voru haldin nýlega á Kanaríeyjum og á Mallorca.
Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Gæsir og steggir að buga bæjaryfirvöld sem banna nekt og typpabúninga Bæjaryfirvöld í Platja d'Aro við Costa Brava á Spáni hafa ákveðið að banna typpabúninga og kynlífsdúkkur í bænum, sem þau segja fylgifiska steggja- og gæsapartýa. 30. maí 2024 11:07