Árni Marinó bestur á meðan atvinnumaðurinn fyrir vestan skrapar botninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 12:00 Árni Marinó Einarsson hefur verið magnaður til þessa á leiktíðinni. Vísir/Anton Brink Hefðbundin deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta er nú hálfnuð. Línur eru farnar að skýrast, hinir ýmsu leikmenn farnir að gera sig gildandi og aðrir við það að vera stimplaðir sem vonbrigði ársins. Tölfræðiveitan WyScout heldur utan um Bestu deild karla og má finna ótrúlega tölfræðimola þar inni. Þar á meðal er tölfræði yfir hversu mörg mörk markverðir deildarinnar hafa komið í veg fyrir (e. prevented goals). Hvernig það er reiknað er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Hinn 22 ára gamli Árni Marinó Einarsson, markvörður Skagamanna, hefur verið magnaður á leiktíðinni. Hann svo gott sem tryggði ÍA stig gegn Breiðabliki í gær, sunnudag. Var það langt í frá fyrsta stigið sem hann tryggir Skagamönnum á leiktíðinni en gulir eru sem stendur í Evrópubaráttu. Klippa: Stúkan: Árni Marinó Einarsson Í skýrslu Vísis frá Kópavogsvelli segir um atvik leiksins: „Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, bjargaði sínum mönnum fyrir horn þegar hann átti stórkostlega tvöfalda markvörslu. Fyrst varði hann frá Oliver Sigurjónssyni sem átti skot hægra megin í teignum en boltinn datt beint fyrir Benjamin Stokke sem átti bara eftir að renna boltanum í markið en Árni náði að verja með fætinum.“ Þá var hann ein af stjörnum leiksins. Bæði hjá Vísi og í Stúkunni. „... markmaður ÍA, var frábær í kvöld. Gestirnir gátu þakkað honum að Breiðablik komst ekki á blað í fyrri hálfleik þrátt fyrir sex skot á markið.“ Þegar 11 umferðir eru búnar er Árni Marinó búinn að koma í veg fyrir 7,41 mark. Hann hefur 15 sinnum þurft að sækja boltann í netið það sem af er leiktíð en í raun ætti Skagamaðurinn ungi að hafa gert það 22 sinnum. Er hann eini markvörður deildarinnar sem hefur komið í veg fyrir meira en fjögur mörk. Árni Marinó bjargaði stigi fyrir ÍA með frábærri markvörslu á síðustu sekúndu leiksins🧤 #bestadeildin #goalkeeper pic.twitter.com/08OOVShvro— Besta deildin (@bestadeildin) May 22, 2024 Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur komið í veg fyrir 3,48 mörk í aðeins níu leikjum. Það er tveimur leikjum minna en Árni Marinó hefur spilað og þremur minna en Frederik Schram, markvörður Vals hefur leikið. Schram hefur komið í veg fyrir 1,84 mörk og þá er Guy Smit, markvörður KR, óvænt aðeins einn fjögurra markvarða sem hefur komið í veg fyrir meira en eitt mark á leiktíðinni. Guy Smit var frábær í marki KR þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Víkings heim í 11. umferð.Visir/ Anton Brink Alls hafa 16 markverðir spilað í Bestu deild karla á leiktíðinni og tveir þeirra eru með yfir fimm mörk í mínus til þessa. Árni Snær Ólafsson hefur engan veginn náð að halda dampi frá því á síðustu leiktíð þegar hann var einn af betri markvörðum deildarinnar. Þó það sé erfitt að kenna Árna Snæ um fjórða mark HK í Kórnum þá lítur það aldrei vel út þegar markvörður fær á sig mark nánast frá miðju, hvað þá þegar um sigurmark undir lok leiks er að ræða. Atli Hrafn skoraði sigurmark HK rétt framan við miðju🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/AgD7Wffumk— Besta deildin (@bestadeildin) June 24, 2024 Árni Snær er sem stendur 5,11 mörk í mínus og aðeins einn markvörður toppar það, á slæman hátt. Það er William Eskelinen, markvörður Vestra. Fyrir mót var búist við miklu af hinum 27 ára gamla Eskelinen sem hefur meðal annars spilað í efstu deild Danmerkur og Svíþjóðar: „... með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Það er þó þekkt stærð að erlendir markverðir eiga oft erfitt uppdráttar til að byrja með enda vindáttin og blindandi sól ekki eitthvað sem menn alast upp við nema á Íslandi,“ sagði í grein á Vísi þegar farið var yfir markverði Bestu deildarinnar fyrir mót. Eskelinen er 5,29 mörk í mínus og fékk það óþvegið frá þjálfara sínum eftir 1-5 tap gegn Val á Ísafirði um liðna helgi. Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða deildarinnar í heild sinni. Árni Marinó Einarsson [ÍA] - Komið í veg fyrir 7,41 mörk í 11 leikjum Ingvar Jónsson [Víkingur] - Komið í veg fyrir 3,48 mörk í 9 leikjum Frederik Schram [Valur] - Komið í veg fyrir 1,84 mörk 12 leikjum Guy Smit [KR] - Komið í veg fyrir 1,19 mark í 10 leikjum Arnar Freyr Ólafsson [HK] - Komið í veg fyrir 0,61 mark í 11 leikjum Mathias Rosenørn [Stjarnan] - 0,06 mörk í mínus í 1 leik Kristijan Jajalo [KA] - 0,46 mörk í mínus í 3 leikjum Sigurpáll Sören Ingólfsson [KR] - 0,57 mörk í mínus í 2 leikjum Steinþór Már Auðunsson [KA] - 1,31 mark í mínus í 8 leikjum Anton Ari Einarsson [Breiðablik] - 1,5 mark í mínus í 12 leikjum Pálmi Rafn Arinbjörnsson [Víkingur] - 2,3 mörk í mínus í 3 leikjum Ólafur Íshólm Ólafsson [Fram] - 2,62 mörk í mínus í 11 leikjum Sindri Kristinn Ólafsson [FH] - 3,33 mörk í mínus í 11 leikjum Ólafur Kristófer Helgason [Fylkir] - 3,99 mörk í mínus í 11 leikjum Árni Snær Ólafsson [Stjarnan] - 5,11 mörk í mínus í 11 leikjum William Eskelinen [Vestri] - 5,29 mörk í mínus í 11 leikum Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Íslenski boltinn Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Tölfræðiveitan WyScout heldur utan um Bestu deild karla og má finna ótrúlega tölfræðimola þar inni. Þar á meðal er tölfræði yfir hversu mörg mörk markverðir deildarinnar hafa komið í veg fyrir (e. prevented goals). Hvernig það er reiknað er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Hinn 22 ára gamli Árni Marinó Einarsson, markvörður Skagamanna, hefur verið magnaður á leiktíðinni. Hann svo gott sem tryggði ÍA stig gegn Breiðabliki í gær, sunnudag. Var það langt í frá fyrsta stigið sem hann tryggir Skagamönnum á leiktíðinni en gulir eru sem stendur í Evrópubaráttu. Klippa: Stúkan: Árni Marinó Einarsson Í skýrslu Vísis frá Kópavogsvelli segir um atvik leiksins: „Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, bjargaði sínum mönnum fyrir horn þegar hann átti stórkostlega tvöfalda markvörslu. Fyrst varði hann frá Oliver Sigurjónssyni sem átti skot hægra megin í teignum en boltinn datt beint fyrir Benjamin Stokke sem átti bara eftir að renna boltanum í markið en Árni náði að verja með fætinum.“ Þá var hann ein af stjörnum leiksins. Bæði hjá Vísi og í Stúkunni. „... markmaður ÍA, var frábær í kvöld. Gestirnir gátu þakkað honum að Breiðablik komst ekki á blað í fyrri hálfleik þrátt fyrir sex skot á markið.“ Þegar 11 umferðir eru búnar er Árni Marinó búinn að koma í veg fyrir 7,41 mark. Hann hefur 15 sinnum þurft að sækja boltann í netið það sem af er leiktíð en í raun ætti Skagamaðurinn ungi að hafa gert það 22 sinnum. Er hann eini markvörður deildarinnar sem hefur komið í veg fyrir meira en fjögur mörk. Árni Marinó bjargaði stigi fyrir ÍA með frábærri markvörslu á síðustu sekúndu leiksins🧤 #bestadeildin #goalkeeper pic.twitter.com/08OOVShvro— Besta deildin (@bestadeildin) May 22, 2024 Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur komið í veg fyrir 3,48 mörk í aðeins níu leikjum. Það er tveimur leikjum minna en Árni Marinó hefur spilað og þremur minna en Frederik Schram, markvörður Vals hefur leikið. Schram hefur komið í veg fyrir 1,84 mörk og þá er Guy Smit, markvörður KR, óvænt aðeins einn fjögurra markvarða sem hefur komið í veg fyrir meira en eitt mark á leiktíðinni. Guy Smit var frábær í marki KR þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Víkings heim í 11. umferð.Visir/ Anton Brink Alls hafa 16 markverðir spilað í Bestu deild karla á leiktíðinni og tveir þeirra eru með yfir fimm mörk í mínus til þessa. Árni Snær Ólafsson hefur engan veginn náð að halda dampi frá því á síðustu leiktíð þegar hann var einn af betri markvörðum deildarinnar. Þó það sé erfitt að kenna Árna Snæ um fjórða mark HK í Kórnum þá lítur það aldrei vel út þegar markvörður fær á sig mark nánast frá miðju, hvað þá þegar um sigurmark undir lok leiks er að ræða. Atli Hrafn skoraði sigurmark HK rétt framan við miðju🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/AgD7Wffumk— Besta deildin (@bestadeildin) June 24, 2024 Árni Snær er sem stendur 5,11 mörk í mínus og aðeins einn markvörður toppar það, á slæman hátt. Það er William Eskelinen, markvörður Vestra. Fyrir mót var búist við miklu af hinum 27 ára gamla Eskelinen sem hefur meðal annars spilað í efstu deild Danmerkur og Svíþjóðar: „... með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Það er þó þekkt stærð að erlendir markverðir eiga oft erfitt uppdráttar til að byrja með enda vindáttin og blindandi sól ekki eitthvað sem menn alast upp við nema á Íslandi,“ sagði í grein á Vísi þegar farið var yfir markverði Bestu deildarinnar fyrir mót. Eskelinen er 5,29 mörk í mínus og fékk það óþvegið frá þjálfara sínum eftir 1-5 tap gegn Val á Ísafirði um liðna helgi. Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða deildarinnar í heild sinni. Árni Marinó Einarsson [ÍA] - Komið í veg fyrir 7,41 mörk í 11 leikjum Ingvar Jónsson [Víkingur] - Komið í veg fyrir 3,48 mörk í 9 leikjum Frederik Schram [Valur] - Komið í veg fyrir 1,84 mörk 12 leikjum Guy Smit [KR] - Komið í veg fyrir 1,19 mark í 10 leikjum Arnar Freyr Ólafsson [HK] - Komið í veg fyrir 0,61 mark í 11 leikjum Mathias Rosenørn [Stjarnan] - 0,06 mörk í mínus í 1 leik Kristijan Jajalo [KA] - 0,46 mörk í mínus í 3 leikjum Sigurpáll Sören Ingólfsson [KR] - 0,57 mörk í mínus í 2 leikjum Steinþór Már Auðunsson [KA] - 1,31 mark í mínus í 8 leikjum Anton Ari Einarsson [Breiðablik] - 1,5 mark í mínus í 12 leikjum Pálmi Rafn Arinbjörnsson [Víkingur] - 2,3 mörk í mínus í 3 leikjum Ólafur Íshólm Ólafsson [Fram] - 2,62 mörk í mínus í 11 leikjum Sindri Kristinn Ólafsson [FH] - 3,33 mörk í mínus í 11 leikjum Ólafur Kristófer Helgason [Fylkir] - 3,99 mörk í mínus í 11 leikjum Árni Snær Ólafsson [Stjarnan] - 5,11 mörk í mínus í 11 leikjum William Eskelinen [Vestri] - 5,29 mörk í mínus í 11 leikum
Árni Marinó Einarsson [ÍA] - Komið í veg fyrir 7,41 mörk í 11 leikjum Ingvar Jónsson [Víkingur] - Komið í veg fyrir 3,48 mörk í 9 leikjum Frederik Schram [Valur] - Komið í veg fyrir 1,84 mörk 12 leikjum Guy Smit [KR] - Komið í veg fyrir 1,19 mark í 10 leikjum Arnar Freyr Ólafsson [HK] - Komið í veg fyrir 0,61 mark í 11 leikjum Mathias Rosenørn [Stjarnan] - 0,06 mörk í mínus í 1 leik Kristijan Jajalo [KA] - 0,46 mörk í mínus í 3 leikjum Sigurpáll Sören Ingólfsson [KR] - 0,57 mörk í mínus í 2 leikjum Steinþór Már Auðunsson [KA] - 1,31 mark í mínus í 8 leikjum Anton Ari Einarsson [Breiðablik] - 1,5 mark í mínus í 12 leikjum Pálmi Rafn Arinbjörnsson [Víkingur] - 2,3 mörk í mínus í 3 leikjum Ólafur Íshólm Ólafsson [Fram] - 2,62 mörk í mínus í 11 leikjum Sindri Kristinn Ólafsson [FH] - 3,33 mörk í mínus í 11 leikjum Ólafur Kristófer Helgason [Fylkir] - 3,99 mörk í mínus í 11 leikjum Árni Snær Ólafsson [Stjarnan] - 5,11 mörk í mínus í 11 leikjum William Eskelinen [Vestri] - 5,29 mörk í mínus í 11 leikum
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Íslenski boltinn Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki