Árás á lýðræðið í landinu: Íslenskað streymi eða ekki! Hólmgeir Baldursson skrifar 24. júní 2024 15:31 Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Umræðan er ansi fyrirferðarmikil hjá þeim blessuðum og birtist víða þessa daganna. En vanda skal til verka og gæta þess að rétt og eðlileg samkeppni eigi sér stað í þess að byggja upp fleiri hindranir, en helsta kappsmál okkar sem stundum afþreyingarmiðlun er að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi aðgengi að íslenskum texta og íslenskri tungu í stað þess að erlendar streymisveitur skauti ávallt fram hjá íslenskunni í krafti alþjóðavæðingar en "litlu innlendu" streymisaðilarnir eins og Skjár 1 sé "skikkaður" samkvæmt lögum til að texta og talsetja ALLT sitt efni með miklum tilkostnaði sem sýnilega er að sliga rekstrarumhverfið, enda staðreynd að bara textinn við eina kvikmynd kostar um 90.000.- og ljóst að eitt útsendingarkvöld kostar stöðina um 360.000.- og einn mánuður því rúmlega 10 milljónir króna. Ég hef kvartað undan óvæginni "óraunhæfri samkeppni" fyrr en ekkert virðist ná eyrum þeirra sem öllu ráða og sá eini sem las síðasta pistil frá mér taldi mig vera að reyna að "betla" pening af Ríkinu, en það er öðru nær, ég vil bara að það sama nái yfir alla, ekki bara "suma". Ef rýnt er í nýlegt frumvarp sem liggur inni þá kvarta ég helst undan því að verið sé að byggja upp fleiri veggi en teknir séu niður og staðreyndin er einfaldlega bara sú að þar sem ég hef íslenskað fjölda kvikmynda og heimildarþátta fyrir bæði Netflix & Viaplay þá veit ég fyrir víst að þetta er auðveldlega gerleg framkvæmd, þar sem þessir miðlar úthýsa þessum verkefnum á þar til bæra aðila, en hafa undanfarna mánuði hreinlega hætt öllum slíkum aðgerðum og ástæðan er kannski sú að þeir þurfa ekki að leggja í kostnaðinn vegna þess að íslenskt umhverfi leyfir erlent tal og textalaust streymi, en innlendir aðilar eru skyldaðir lögum samkvæmt að kosta til talsetningu og textunnar án þess að gætt sé jafnræðis og nær væri að því að styrkja íslenska tungu í samkeppni við erlenda starfsemi svo við þessir fáu sem enn stunda þetta, getum haldið áfram af einhverri reisn. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að þetta blessaða gervigreindarsull hefur verið notað við textun nokkurra mynda til að spara pening, en það þarf svo að prófarkalesa allt og á endanum er þetta varla að borga sig, en lái manni hver sem vill að á meðan ekki kemur króna í styrk þá þarf ég persónulega að standa straum af þessari vinnu. Nú er lag, en „menningargjaldið“ er ekki að fara að gera neitt enda á það að renna eins og önnur fjárframlög í héraðsfréttablöðin úti á landi sem hafa nákvæmlega enga tengingu við streymisveitur með afþreyingarefni, hvað þá Kvikmyndamiðstöðin sem útdeilir fjármagni í framleiðslu innlends efnis sem svo aldrei mun enda hjá minni streymisþjónustu yfir höfuð, þannig að hver er minn hagur af því að greiða „menningargjald“ til Ríkisins? Hann er nákvæmlega enginn. En allavega, takk fyrir að horfa á íslenskað textað og talsett efni í boði Skjás 1 sem hefur fært rúmlega 17.000 landsmönnum mánaðarlega frítt bíó og ef miðaverð einnar kvikmyndasýningar er skoðað, þá má til gamans kannski segja sem svo að við erum að spara landsmönnum rúmlega 33 milljónir í hverjum mánuði. Og til að halda áfram að gantast með tölur má kannski segja af því að þetta er „fríkeypis streymi“, þá eru landsmenn kannski að spara sér um 50 milljónir í áskriftargjöld í hverjum mánuði, þannig að það er varla til of mikils að kalla eftir þýðingarstyrk til að gera betur þegar maður er að sýna 120 kvikmyndir í hverjum mánuði, eða 1.440 kvikmyndasýningar á ári, er það? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Íslensk tunga Fjölmiðlar Netflix Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Umræðan er ansi fyrirferðarmikil hjá þeim blessuðum og birtist víða þessa daganna. En vanda skal til verka og gæta þess að rétt og eðlileg samkeppni eigi sér stað í þess að byggja upp fleiri hindranir, en helsta kappsmál okkar sem stundum afþreyingarmiðlun er að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi aðgengi að íslenskum texta og íslenskri tungu í stað þess að erlendar streymisveitur skauti ávallt fram hjá íslenskunni í krafti alþjóðavæðingar en "litlu innlendu" streymisaðilarnir eins og Skjár 1 sé "skikkaður" samkvæmt lögum til að texta og talsetja ALLT sitt efni með miklum tilkostnaði sem sýnilega er að sliga rekstrarumhverfið, enda staðreynd að bara textinn við eina kvikmynd kostar um 90.000.- og ljóst að eitt útsendingarkvöld kostar stöðina um 360.000.- og einn mánuður því rúmlega 10 milljónir króna. Ég hef kvartað undan óvæginni "óraunhæfri samkeppni" fyrr en ekkert virðist ná eyrum þeirra sem öllu ráða og sá eini sem las síðasta pistil frá mér taldi mig vera að reyna að "betla" pening af Ríkinu, en það er öðru nær, ég vil bara að það sama nái yfir alla, ekki bara "suma". Ef rýnt er í nýlegt frumvarp sem liggur inni þá kvarta ég helst undan því að verið sé að byggja upp fleiri veggi en teknir séu niður og staðreyndin er einfaldlega bara sú að þar sem ég hef íslenskað fjölda kvikmynda og heimildarþátta fyrir bæði Netflix & Viaplay þá veit ég fyrir víst að þetta er auðveldlega gerleg framkvæmd, þar sem þessir miðlar úthýsa þessum verkefnum á þar til bæra aðila, en hafa undanfarna mánuði hreinlega hætt öllum slíkum aðgerðum og ástæðan er kannski sú að þeir þurfa ekki að leggja í kostnaðinn vegna þess að íslenskt umhverfi leyfir erlent tal og textalaust streymi, en innlendir aðilar eru skyldaðir lögum samkvæmt að kosta til talsetningu og textunnar án þess að gætt sé jafnræðis og nær væri að því að styrkja íslenska tungu í samkeppni við erlenda starfsemi svo við þessir fáu sem enn stunda þetta, getum haldið áfram af einhverri reisn. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að þetta blessaða gervigreindarsull hefur verið notað við textun nokkurra mynda til að spara pening, en það þarf svo að prófarkalesa allt og á endanum er þetta varla að borga sig, en lái manni hver sem vill að á meðan ekki kemur króna í styrk þá þarf ég persónulega að standa straum af þessari vinnu. Nú er lag, en „menningargjaldið“ er ekki að fara að gera neitt enda á það að renna eins og önnur fjárframlög í héraðsfréttablöðin úti á landi sem hafa nákvæmlega enga tengingu við streymisveitur með afþreyingarefni, hvað þá Kvikmyndamiðstöðin sem útdeilir fjármagni í framleiðslu innlends efnis sem svo aldrei mun enda hjá minni streymisþjónustu yfir höfuð, þannig að hver er minn hagur af því að greiða „menningargjald“ til Ríkisins? Hann er nákvæmlega enginn. En allavega, takk fyrir að horfa á íslenskað textað og talsett efni í boði Skjás 1 sem hefur fært rúmlega 17.000 landsmönnum mánaðarlega frítt bíó og ef miðaverð einnar kvikmyndasýningar er skoðað, þá má til gamans kannski segja sem svo að við erum að spara landsmönnum rúmlega 33 milljónir í hverjum mánuði. Og til að halda áfram að gantast með tölur má kannski segja af því að þetta er „fríkeypis streymi“, þá eru landsmenn kannski að spara sér um 50 milljónir í áskriftargjöld í hverjum mánuði, þannig að það er varla til of mikils að kalla eftir þýðingarstyrk til að gera betur þegar maður er að sýna 120 kvikmyndir í hverjum mánuði, eða 1.440 kvikmyndasýningar á ári, er það? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun