„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júní 2024 08:30 Elínborg Una Einarsdóttir mætti á útför Reykjavíkurborgar, viðburð sem ungir Sjálfstæðismenn skipulögðu. aðsend Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ Þessi orð notaði hún síðan sem titil BA ritgerðar sinnar í sviðslistum í Listaháskóla Íslands, en að hennar sögn kjarna þau niðurstöður ritgerðarinnar sem fjallar um unga Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Elínborg rannsakaði þá með sviðslistagleraugunum. „Þetta byrjar á því að í fyrra fer ég í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, bara í rannsóknartilgangi. Ég er sjálf óflokksbundin, og er ekki í Sjálfstæðisflokknum, en hafði heyrt af þessum skóla og langaði að sjá hvað færi fram þar,“ segir Elínborg í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og ungliðastarfi stjórnmálaflokkanna, og fundist ungir Sjálfstæðismenn sérstaklega áhugaverðir. „Ég skráði mig. Ég ætlaði að fá einhvern með mér, en það komst engin og nennti engin að fara í einhvern átta klukkutíma stjórnmálaskóla hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég var svolítið stressuð fyrir þessu, og var mjög stressuð þegar mætti upp í Valhöll og var viss um að þetta yrði alveg hræðilegt.“ Elínborg segist hafa fylgst manna best með í stjórnmálaskólanum.Aðsend Elínborg varði einum degi í Valhöll í stjórnmálaskólanum sem er námskeið sem hefur verið haldið reglulega um margra áratugaskeið. „En svo kom það mér á óvart hvað þetta var næs. Það vildu allir tala við mann. Það var mikið af fríu dóti, fríum mat, og það voru allir svo vinalegir. Þetta var svo þægilegt félagslega.“ Elínborgu fannst viðburðurinn sérstaklega áhugaverður þegar hún skoðaði hann sem listgjörning, en í náminu hefur hún fjallað mikið um sviðslistir í óhefðbundnum skilningi. „Í rauninni mjög listrænt“ Eftir stjórnmálaskólann fór Elínborg á annan viðburð á vegum félagsskaparins. Útför Reykjavíkur, sem Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í Tjarnarbíói, var sannkallaður pólitískur listgjörningur að sögn Elínborgar. „Maður tengir Sjálfstæðisflokkinn ekki beint við gjörningalist. En þetta var bara mjög skýr gjörningur; þetta var haldið í leikhúsi, það var verið að sviðsetja jarðarför. Þetta var í rauninni mjög listrænt.“ Eftir sviðsettu útförina fór hún að velta ungum Sjálfstæðismönnum sérstaklega mikið fyrir sér. Síðan var komið að því að hún myndi gera BA-verkefni í sviðslistanáminu og þá lá þetta beinast við. Viðfangið í greiningu Elínborgar var þríþætt. Hún tók fyrir stjórnmálaskólann, útför Reykjavíkur, og samfélagsmiðlanotkun Heimdallar. Hún studdist við félagsfræðikenningar sem snúast um að lífið í heild sinni sé í rauninni eins og sviðslistir, að sömu lögmál eigi við um leikhús og mannleg samskipti. „Þetta bara mjög performatíft. Stjórnmálaskólinn byggir aðallega á nokkrum fyrirlestrum, sem er auðvitað bara performans eins og leikhús. Og á samfélagsmiðlinum er auðvitað verið að sviðsetja einhverja ímynd, og það sama má segja um gjörninginn.“ Hér má sjá myndband sem birtist á samfélagsmiðlum Heimdallar og Elínborg tók fyrir í ritgerðinni. View this post on Instagram A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd) Skemmtunin framar stjórnmálunum Það sem kom Elínborgu hvað mest á óvart var hversu lítið var rætt um stjórnmál á viðburðum ungra Sjálfstæðismanna. „Þetta snerist meira um hvað þetta væri skemmtilegt, þægilegt, fullt af fríu dóti, fríu áfengi. Það var mjög ákveðin ímynd af félaginu sett á svið,“ segir Elínborg. „Það var lagt mikið upp úr húmor og skemmtanagildi, en líka efnislegum þægindum sem mér fannst gefa til kynna háan félagslegan status.“ Eitt af því sem gerir starf ungra Sjálfstæðismanna þægilegra, eins og Elínborg orðar það, er að áherslan er ekki á hugmyndafræðina. „Þannig að þátttakendur upplifa ekki að þeir þurfi að hafa ákveðna þekkingu eða skoðanir á hlutunum til að eiga heima í þessu samfélagi, sem er bæði opið, skemmtilegt og virðingarvert.“ Hún segist hafa komist að því að starfið gangi út á að búa til gott og opið félagslegt umhverfi, og með því viðhaldi Ungir sjálfstæðismenn sjálfum sér. „Þannig að ég hugsaði, ef maður er óöruggur félagslega þá er líklega mjög næs að gerast ungur Sjálfstæðismaður.“ Elínborg útskrifuð úr stjórnmálaskólanum.aðsend Þrátt fyrir að lítið fari fyrir umræðum um sjálf stjórnmálin telur Elínborg að ungir Sjálfstæðismenn starfræki áhrifaríkt starf. Rannsóknin hefur fengið hana til að trúa því að ungliðastarf stjórnmálaflokkanna skipti sköpum, sérstaklega til að búa til og viðhalda fylgi. Tekið opnum örmum En hvernig var þér tekið? Vissi fólk að þú værir þarna í rannsóknartilgangi? „Ég kannast alveg við einhverja sem eru virkir í þessu starfi og það fólk veit að ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum, og veit líka að ég hef verið í sviðslistum og ýmsu því tengdu. Þannig að fólk var mjög hissa að sjá mig þarna og það kom þeim á óvart, en þau voru mjög opin fyrir því. Ég talaði við einhverja þarna sem gerðu bara ráð fyrir því að ég væri þarna í einhverri listrænni rannsókn,“ segir Elínborg. „En ég held að fólk hafi verið alveg ánægt með mig því ég var manna áhugasömust um það sem var í gangi. Ég held að engin hafi fylgst jafn vel með og ég.“ Hún ákvað þó að vera ekki að hafa sig mikið í frammi og spyrja spurninga, enda var þetta rannsóknarleiðangur. Hún vildi koma sér í hlutverk áhorfanda fremur en þátttakanda. „Ég var bara að horfa á þetta eins og leikhús.“ Leikhús Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þessi orð notaði hún síðan sem titil BA ritgerðar sinnar í sviðslistum í Listaháskóla Íslands, en að hennar sögn kjarna þau niðurstöður ritgerðarinnar sem fjallar um unga Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Elínborg rannsakaði þá með sviðslistagleraugunum. „Þetta byrjar á því að í fyrra fer ég í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, bara í rannsóknartilgangi. Ég er sjálf óflokksbundin, og er ekki í Sjálfstæðisflokknum, en hafði heyrt af þessum skóla og langaði að sjá hvað færi fram þar,“ segir Elínborg í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og ungliðastarfi stjórnmálaflokkanna, og fundist ungir Sjálfstæðismenn sérstaklega áhugaverðir. „Ég skráði mig. Ég ætlaði að fá einhvern með mér, en það komst engin og nennti engin að fara í einhvern átta klukkutíma stjórnmálaskóla hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég var svolítið stressuð fyrir þessu, og var mjög stressuð þegar mætti upp í Valhöll og var viss um að þetta yrði alveg hræðilegt.“ Elínborg segist hafa fylgst manna best með í stjórnmálaskólanum.Aðsend Elínborg varði einum degi í Valhöll í stjórnmálaskólanum sem er námskeið sem hefur verið haldið reglulega um margra áratugaskeið. „En svo kom það mér á óvart hvað þetta var næs. Það vildu allir tala við mann. Það var mikið af fríu dóti, fríum mat, og það voru allir svo vinalegir. Þetta var svo þægilegt félagslega.“ Elínborgu fannst viðburðurinn sérstaklega áhugaverður þegar hún skoðaði hann sem listgjörning, en í náminu hefur hún fjallað mikið um sviðslistir í óhefðbundnum skilningi. „Í rauninni mjög listrænt“ Eftir stjórnmálaskólann fór Elínborg á annan viðburð á vegum félagsskaparins. Útför Reykjavíkur, sem Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í Tjarnarbíói, var sannkallaður pólitískur listgjörningur að sögn Elínborgar. „Maður tengir Sjálfstæðisflokkinn ekki beint við gjörningalist. En þetta var bara mjög skýr gjörningur; þetta var haldið í leikhúsi, það var verið að sviðsetja jarðarför. Þetta var í rauninni mjög listrænt.“ Eftir sviðsettu útförina fór hún að velta ungum Sjálfstæðismönnum sérstaklega mikið fyrir sér. Síðan var komið að því að hún myndi gera BA-verkefni í sviðslistanáminu og þá lá þetta beinast við. Viðfangið í greiningu Elínborgar var þríþætt. Hún tók fyrir stjórnmálaskólann, útför Reykjavíkur, og samfélagsmiðlanotkun Heimdallar. Hún studdist við félagsfræðikenningar sem snúast um að lífið í heild sinni sé í rauninni eins og sviðslistir, að sömu lögmál eigi við um leikhús og mannleg samskipti. „Þetta bara mjög performatíft. Stjórnmálaskólinn byggir aðallega á nokkrum fyrirlestrum, sem er auðvitað bara performans eins og leikhús. Og á samfélagsmiðlinum er auðvitað verið að sviðsetja einhverja ímynd, og það sama má segja um gjörninginn.“ Hér má sjá myndband sem birtist á samfélagsmiðlum Heimdallar og Elínborg tók fyrir í ritgerðinni. View this post on Instagram A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd) Skemmtunin framar stjórnmálunum Það sem kom Elínborgu hvað mest á óvart var hversu lítið var rætt um stjórnmál á viðburðum ungra Sjálfstæðismanna. „Þetta snerist meira um hvað þetta væri skemmtilegt, þægilegt, fullt af fríu dóti, fríu áfengi. Það var mjög ákveðin ímynd af félaginu sett á svið,“ segir Elínborg. „Það var lagt mikið upp úr húmor og skemmtanagildi, en líka efnislegum þægindum sem mér fannst gefa til kynna háan félagslegan status.“ Eitt af því sem gerir starf ungra Sjálfstæðismanna þægilegra, eins og Elínborg orðar það, er að áherslan er ekki á hugmyndafræðina. „Þannig að þátttakendur upplifa ekki að þeir þurfi að hafa ákveðna þekkingu eða skoðanir á hlutunum til að eiga heima í þessu samfélagi, sem er bæði opið, skemmtilegt og virðingarvert.“ Hún segist hafa komist að því að starfið gangi út á að búa til gott og opið félagslegt umhverfi, og með því viðhaldi Ungir sjálfstæðismenn sjálfum sér. „Þannig að ég hugsaði, ef maður er óöruggur félagslega þá er líklega mjög næs að gerast ungur Sjálfstæðismaður.“ Elínborg útskrifuð úr stjórnmálaskólanum.aðsend Þrátt fyrir að lítið fari fyrir umræðum um sjálf stjórnmálin telur Elínborg að ungir Sjálfstæðismenn starfræki áhrifaríkt starf. Rannsóknin hefur fengið hana til að trúa því að ungliðastarf stjórnmálaflokkanna skipti sköpum, sérstaklega til að búa til og viðhalda fylgi. Tekið opnum örmum En hvernig var þér tekið? Vissi fólk að þú værir þarna í rannsóknartilgangi? „Ég kannast alveg við einhverja sem eru virkir í þessu starfi og það fólk veit að ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum, og veit líka að ég hef verið í sviðslistum og ýmsu því tengdu. Þannig að fólk var mjög hissa að sjá mig þarna og það kom þeim á óvart, en þau voru mjög opin fyrir því. Ég talaði við einhverja þarna sem gerðu bara ráð fyrir því að ég væri þarna í einhverri listrænni rannsókn,“ segir Elínborg. „En ég held að fólk hafi verið alveg ánægt með mig því ég var manna áhugasömust um það sem var í gangi. Ég held að engin hafi fylgst jafn vel með og ég.“ Hún ákvað þó að vera ekki að hafa sig mikið í frammi og spyrja spurninga, enda var þetta rannsóknarleiðangur. Hún vildi koma sér í hlutverk áhorfanda fremur en þátttakanda. „Ég var bara að horfa á þetta eins og leikhús.“
Leikhús Sjálfstæðisflokkurinn Háskólar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira