Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

„Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi, segir hafa verið lagðar fram hugmyndir um skipulagsbreytingar í Grafarvogi sem myndu breyta hverfinu umtalsvert. Ofuráhersla sé á þéttingu byggðar og skipulagið byggi á að byggja á grænum reitum. Mikil andstaða sé meðal íbúa með breytingar á aðalskipulagi. 

Innlent
Fréttamynd

Sé skýrt að ráð­herra hafi verið beittur þrýstingi

Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún Haf­steins­dóttir heldur fast í Árna Grétar

Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Vill að sveitar­fé­lögum verði skylt að semja við einka­rekna skóla

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju talar Ás­laug Arna um „smjörklípu­menn“?

Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni.

Lífið
Fréttamynd

Nokkrir þing­menn vilji taka málið til skoðunar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­lega al­var­legt hafi trúnaður verið rofinn

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Vannýttur vegkafli í G-dúr

Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi.

Skoðun
Fréttamynd

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkis­stjórn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verk­efni

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Þing­manni blöskrar svör Rósu

Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnu­daga“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir.

Innlent
Fréttamynd

Skrautfjöðurin jafnlaunavottun

Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja vita hvort Jón Gunnars­son hafi brotið siða­reglur þing­manna

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku.

Innlent
Fréttamynd

Stöndum með börnum

Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli.

Skoðun
Fréttamynd

Efast um að ráð­herra sé í her­ferð gegn fjöl­miðlum

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að flytja skóla Hjalla­stefnunnar í Engja­teig

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir brýnt að finna langtímalausn fyrir skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Unnið sé að því að koma starfsemi skólans fyrir í húsnæði við Engjateig auk þess að halda skólastarfi áfram úti í Skógarhlíð þar sem skólinn hefur verið síðustu þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Vísir á lands­fundi: Þúsund handa­bönd og þunnir stuðnings­menn

Ólöglega lagðir bílar, hjartnæm kveðjustund formanns, endurtalning vegna tæpustu kosningaúrslita sem um getur, kampavínsbjalla, bann við lausagöngu Framsóknarmanna, táraflóð, taumlaus gleði og baráttuandi eru allt orð sem koma upp í hugann þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi er gerður upp. Vísir var á landsfundi. 

Innlent
Fréttamynd

Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag.

Innlent