„Höfum stigið upp þegar við erum komnir í útsláttarkeppnina“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2024 21:46 Harry Kane og enska landsliðið hafa ekki heillað með frammistöðu sinni hingað til. Kevin Voigt/GettyImages Harry Kane, framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af frammistöðu liðsins á EM til þessa. Englendingar tryggðu sér í kvöld sigur í C-riðli er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Slóveníu. Enska liðið endaði með fimm stig, vann einn leik og gerði tvö jafntefli. Frammistaða liðsins til þessa hefur ekki heillað marga stuðningsmenn Englands og liðinu gengur bölvanlega að skora. Harry Kane, stjörnuframherji liðsins, virðist þó ekki hafa áhyggjur af því. „Þetta var markmiðið fyrir mótið, að vinna riðilinn og vera með örlögin í okkar eigin höndum. Mér fannst við spila mun betur í kvöld en í hinum tveimur leikjunum. Við bara fundum ekki þessa lokasendingu, en okkur hlakkar til næsta leiks,“ sagði Kane eftir leik kvöldsins. „Við sköpuðum nokkur hálffæri og við hefðum alveg getað gert betur í nokkrum þeirra.“ Hann hrósaði einnig leikmönnunum sem komu inn af bekknum í kvöld. „Mér fannst strákarnir sem komu inn á standa sig mjög vel. Þeir mættu með gott orkustig og það er það sem við þurfum á að halda. Við þurfum á því að halda að allir séu að leggja sitt af mörkum og það er það sem við erum að gera akkúrat núna.“ „Þetta eru erfiðir leikir. Við höfum verið í þessari stöðu áður og stigið upp þegar við erum komnir í útsláttarkeppnina. Það eru allir leikirnir á þessu móti erfiðir. Þetta verður erfitt, en við erum með nægileg gæði til að halda áfram.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira
Englendingar tryggðu sér í kvöld sigur í C-riðli er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Slóveníu. Enska liðið endaði með fimm stig, vann einn leik og gerði tvö jafntefli. Frammistaða liðsins til þessa hefur ekki heillað marga stuðningsmenn Englands og liðinu gengur bölvanlega að skora. Harry Kane, stjörnuframherji liðsins, virðist þó ekki hafa áhyggjur af því. „Þetta var markmiðið fyrir mótið, að vinna riðilinn og vera með örlögin í okkar eigin höndum. Mér fannst við spila mun betur í kvöld en í hinum tveimur leikjunum. Við bara fundum ekki þessa lokasendingu, en okkur hlakkar til næsta leiks,“ sagði Kane eftir leik kvöldsins. „Við sköpuðum nokkur hálffæri og við hefðum alveg getað gert betur í nokkrum þeirra.“ Hann hrósaði einnig leikmönnunum sem komu inn af bekknum í kvöld. „Mér fannst strákarnir sem komu inn á standa sig mjög vel. Þeir mættu með gott orkustig og það er það sem við þurfum á að halda. Við þurfum á því að halda að allir séu að leggja sitt af mörkum og það er það sem við erum að gera akkúrat núna.“ „Þetta eru erfiðir leikir. Við höfum verið í þessari stöðu áður og stigið upp þegar við erum komnir í útsláttarkeppnina. Það eru allir leikirnir á þessu móti erfiðir. Þetta verður erfitt, en við erum með nægileg gæði til að halda áfram.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira