Þjóðverjar hæðast að Englendingum: „Þessi ljón eru kettlingar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2024 08:01 Harry Kane hefur ekki fundið sig á EM. getty/Stu Forster Það eru ekki bara enskir fjölmiðlar sem láta fótboltalandsliðið sitt fá það óþvegið heldur einnig kollegar þeirra í Evrópu. England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn