Verðskrá Lufthansa hækkar vegna nýs umhverfisgjalds Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:59 Á næsta ári mun Lufthansa leggja sérstakt umhverfisgjald á alla selda flugmiða innan Evrópu. EPA/Armando babani Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða. Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira