Sjáðu mörkin sem tryggðu Tyrki og komu Georgíu áfram á sínu fyrsta stórmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2024 22:07 Georges Mikautadze gulltryggði Georgíu sigur gegn Portúgal af vítapunktinum. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta lauk í kvöld. Liðin í E-riðli skildu jöfn, Georgía vann óvænt gegn Portúgal og Tyrkland fór áfram úr F-riðli eftir uppbótartímamark gegn Tékklandi. E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira