Segir að skammarlegt að gefa í skyn að Rúmenar og Slóvakar hafi samið um jafntefli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 09:31 Rúmenar fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leikinn gegn Slóvökum. getty/Sebastian Frej Þjálfari rúmenska karlalandsliðsins í fótbolta, Edward Iordanescu, segir skammarlegt að gefa það í skyn að Rúmenía og Slóvakía hafi spilað viljandi upp á jafntefli á EM í gær. Rúmenar og Slóvakar gerðu 1-1 jafntefli í E-riðli Evrópumótsins í gær. Það hentaði báðum liðum vel þar sem þau eru bæði komin áfram í sextán liða úrslit. Iordanescu gaf ekkert fyrir vangaveltur og ásakanir um að Rúmenía og Slóvakía hafi sæst á jafntefli í leiknum í Frankfurt. „Mér fannst augljóst að bæði lið gáfu allt í þetta í áttatíu mínútur. Allir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn. Að tala fyrir leikinn og reyna að ata liðin, vinnu okkar og sæmd, auri er skammarlegt,“ sagði Ioardanescu eftir leikinn. „Þeir hefðu átt að bíða og sjá og dæma okkur síðan svo þetta var skammarlegt. Þeir köstuðu þessu rusli í átt að okkur, liðinu, stuðningsmönnunum og öllum. Við sýndum að við höfum karakter. Rúmenar berjast alltaf og ef við vorum að fara að tapa og fara heim hefðum við gert það með höfuðið hátt.“ Iordanescu viðurkenndi þó að síðustu tíu mínútur leiksins hefðu Rúmenar reynt að spila upp á jafntefli, enda hentaði það liðinu vel. Rúmenía vann E-riðilinn en öll liðin í honum enduðu með fjögur stig. Í sextán liða úrslitunum mæta Rúmenar Hollendingum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Rúmenar og Slóvakar gerðu 1-1 jafntefli í E-riðli Evrópumótsins í gær. Það hentaði báðum liðum vel þar sem þau eru bæði komin áfram í sextán liða úrslit. Iordanescu gaf ekkert fyrir vangaveltur og ásakanir um að Rúmenía og Slóvakía hafi sæst á jafntefli í leiknum í Frankfurt. „Mér fannst augljóst að bæði lið gáfu allt í þetta í áttatíu mínútur. Allir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn. Að tala fyrir leikinn og reyna að ata liðin, vinnu okkar og sæmd, auri er skammarlegt,“ sagði Ioardanescu eftir leikinn. „Þeir hefðu átt að bíða og sjá og dæma okkur síðan svo þetta var skammarlegt. Þeir köstuðu þessu rusli í átt að okkur, liðinu, stuðningsmönnunum og öllum. Við sýndum að við höfum karakter. Rúmenar berjast alltaf og ef við vorum að fara að tapa og fara heim hefðum við gert það með höfuðið hátt.“ Iordanescu viðurkenndi þó að síðustu tíu mínútur leiksins hefðu Rúmenar reynt að spila upp á jafntefli, enda hentaði það liðinu vel. Rúmenía vann E-riðilinn en öll liðin í honum enduðu með fjögur stig. Í sextán liða úrslitunum mæta Rúmenar Hollendingum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn