Sanna stefnir á þing Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 12:28 Sanna Magdalena Mörtudóttir hyggst bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum hljóti hún stuðnings félaga sinna í Sósíalistaflokknum. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna. Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna. Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna.
Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira