Auðveldara að vera aðeins væmnari saman Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. júní 2024 07:01 Haraldur Ari og Unnsteinn Manúel voru að senda frá sér dúett. Kjartan Hreinsson „Maður var kannski búinn að sakna þess innst inni að koma fram í tónlistinni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari, sem er að fara af stað með nýtt sóló verkefni. Hann og æskuvinur hans Unnsteinn Manúel voru að senda frá sér lagið Til þín en blaðamaður ræddi við þá um tónlistina og vináttuna. Hér má heyra lagið Til þín: Klippa: Unnsteinn Manúel & Haraldur Ari - Til þín Af stóra sviðinu í poppið Haraldur Ari hefur komið víða að hérlendis. Hann var lengi vel meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson og hefur undanfarin ár verið áberandi í Borgarleikhúsinu sem stór hlutverk í söngleikjum á borð við 9 líf og Eitruð lítil pilla. Unnsteinn hefur sömuleiðis verið einn ástsælasti söngvari landsins í áraraðir. Strákarnir kynntust í leikskóla og hafa verið svo gott sem óaðskiljanlegir síðan. „Síðastliðin ár erum við búnir að halda jólaböll fyrir börnin okkar og það hefur verið rosa fjör. Síðustu jól var svo mikið stuð hjá okkur að spila að við hættum bara ekkert. Krakkarnir voru löngu hættir að spá í það hvað við værum að syngja en við héldum bara áfram og vorum komnir í alls konar kassagítars lög á borð við Wonderwall.“ Vinir Unnsteins héldu barnasturtu fyrir hann um daginn og eftir á fóru þeir í sund og gufu. „Ég var búinn að plana að frumflytja sólóefnið mitt fyrir strákana og ákvað að gera það í bílnum. Við keyrðum hring eftir hring og ég spilaði efnið fyrir þá,“ segir Haraldur en með honum voru þá Unnsteinn, Logi Pedro, Hermigervill og Jóhann Kristófer bróðir Haraldar. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Haraldur fékk góðar undirtektir frá strákunum og út frá því hófumst samræður hans og Unnsteins um að vinna saman. „Við gáfum út síðustu Retro Stefson plötuna um 2016 og þá var Sveinbjörn eða Hermigervill búinn að semja lag sem við gerðum enskan texta við. Lagið endaði ekki á plötunni og gleymdist en við Sveinbjörn fórum svo báðir að hugsa um þetta lag á sama tíma, þannig að við ákváðum bara að hittast og klára það. Í sama sessioni bjuggum við til grunn að tveimur öðrum lögum og ég fór að skoða voice memos og notes í símanum hjá mér. Þá var ég búinn að vera að semja fullt af laglínum og alls konar textum í gegnum tíðina sem við púsluðum saman og það eru komin þó nokkur lög sem við erum búnir að vera að vinna að,“ segir Haraldur en Unnsteinn og Hermigervill hafa sömuleiðis unnið mikið saman. Haraldur og Unnsteinn hafa verið viðloðnir tónlist frá æsku.Kjartan Hreinsson Reynslunni ríkari eftir lagasmíðabúðir Lagið Til þín kom hinsvegar úr lagasmíðabúðum sem Unnsteinn fór í á vegum Iceland Sync. „Þetta var ótrúlega flott batterí í Gróðurhúsinu, sem er eitt flottasta stúdíó landsins. Ég hef aldrei verið í svona áður, ég er búinn að vera að semja tónlist hálfa ævina en ég hef aldrei verið í jafn prófessjonal umhverfi. Maður er að vinna með nýju fólki á hverjum degi, ég fór meðal annars í stúdíó með tveimur Kanadamönnum sem sögðu bara: Í dag ætlum við að skrifa lag fyrir þig. Ég hélt að ég væri að fara að vinna að efni fyrir aðra og kannski koma með ráð. Seinasta daginn var ég svo settur í herbergi með Inga Bauer og kanadíska tónlistarmanninum Laurent Bourque. Það var rólegasta herbergið, mjög afslappaðar víbrur og Laurent byrjar að setja af stað einhverja hljómaganga og Ingi Bauer kemur með góð beat ofan á. Fyrir hádegi erum við strax komnir með góðan grunn að lagi, ég skaust svo að gigga og svo fyrir klukkan 19:00 vorum við komnir með gott lag á ensku.“ Góð kynning á Haraldi sem tónlistarmanni Út frá lagasmíðabúðunum var Unnsteinn því kominn með fullt af efni sem hann vissi ekki endilega hvað hann ætti að gera við. „Þegar ég heyrði svo músíkina hans Haraldar hugsuðum við Logi að við yrðum að gefa þetta út. Ég hugsaði að það væri sniðug upphitun fyrir þetta sólóverkefni að gefa út lag saman sem passar algjörlega inn í hans sagnaheim. Þetta er svona kynning á honum sem tónlistarmanni.“ Strákarnir sömdu lagið saman á íslensku og segja að innblásturinn hafi komið til þeirra frekar auðveldlega. Sækja þeir meðal annars í kúreka 20. aldar sem eru yfirfærðir inn í nútímann. „Svo er það líka þannig að allir eiga eitthvað móment með makanum sínum, í mis dramatískum aðstæðum, en vonandi geta flestir tengt við þetta á einhvern hátt. Til dæmis að hafa skitið á sig, hversu stórt sem það er svo,“ segir Haraldur. Haraldur og Unnsteinn kynntust sem áður segir á leikskóla árið 1995. „Þá fluttum við Logi til Íslands og fórum á Grænuborg. Þar voru tveir strákar sem hétu Stefánsson eins og við en við höfðum aldrei hitt Stefánssyni áður. Við urðum bestu vinir, það var ekki flóknara en það,“ segir Unnsteinn en Logi bróðir hans og Jóhann Kristófer bróðir Haraldar eru jafngamlir og æskuvinir úr 101. Unnsteinn og Haraldur kynntust á leikskóla.Kjartan Hreinsson Töpuðu fyrir Bent á Rímnaflæði Haraldur flutti svo úr bænum í Mosfellsbæ og gekk í Varmaskóla og Gaggó Mos. „Ég var samt alltaf um helgar hjá pabba í miðbænum og við strákarnir fórum fljótt að vinna saman að tónlist. Við kepptum til dæmis í Rímnaflæði á Ingólfstorgi þegar við vorum 10 og 11 ára á móti Bent, við töpuðum, segir Unnsteinn kímin. Fyrst rapp 101 kepptum í rímnaflæði á ingolfstorgi á moti bent töpuðum, haraldur 10 ára ég 11 ára. Hlynur í Trabant gerði þá beat-ið fyrir okkur. Það sem er svo skemmtilegt við þetta hverfi í 101 er að maður kynnist fólki í gegnum listina. Það var öllu reddað og við vorum alltaf að hitta fólk sem var allt að vilja gert við að hjálpa. Umhverfið í Austurbæjarskóla var rosalega heilbrigt og skapandi. Svo förum við allir saman í Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Retro Stefson sveitin varð til á sínum tíma því meðlimirnir voru hvattir til þess að stofna hljómsveit fyrir ungmennahátíðina Samfés. Þau töpuðu innanskólakeppninni en var þó boðið að spila á ballinu, sem er í raun stærsti viðburðurinn. „Samfés var þá haldið í mínum heimabæ, Mosó. Ég man að mér fannst svo ótrúlega flott að allir vinir mínir væru að koma og spila á balli í mínum bæ. Ég byrjaði náttúrulega bara sem grúppía fyrst og kunni öll lögin þeirra,“ segir Haraldur. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Qween með Retro Stefson: Skellur að spila klukkan 17:00 Á fyrsta árinu sínu í MH verður Haraldur svo hluti af hljómsveitinni. „Þá bauð hljómsveitin mér að koma með til Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður. Við mættum viku fyrir giggið að æfa á fullu og lentum í alls konar ævintýrum,“ segir Haraldur og Unnsteinn skýtur inn í: „Svo rennur hátíðin upp og þá kemur í ljós að við vorum að spila í barnaprógramminu klukkan 17:00. Það var rosa skellur. Við vorum búnir að lifa eins og rokkstjörnur þarna fram að gigginu,“ segir Unnsteinn hlæjandi og bætir við: „En það er auðvitað mjög lærdómsríkt að taka mörg ólík gigg. Við höfum til dæmis spilað í Sviss fyrir færri en eru í hljómsveitinni og sömuleiðis spilað á tónlistarhátíð fyrir þúsundir manns. Það getur verið rosalega erfitt fyrir egóið að spila fyrir fáa en það er rosalega hollt á sama tíma. Ég held að einn lykilinn að velgengni Retro Stefson hafi verið að fram að því að við fórum að túra þá vorum við að spila tvö til þrjú gigg í 101 fyrir ekki neinn. Þá þurfti Haraldur að stíga upp og kveikja í fólkinu.“ Haraldur segir sömuleiðis auðvelt að gleyma öllum þessum fjölbreyttu giggum. „Ég kannski man eftir bara tíu giggum, þetta fer í svo mikla súpu. Svo hugsar maður til baka eins og á Airwaves hátíðunum, við vorum stundum að spila kannski fimm gigg á dag þegar mest var. Og ferja allt á milli staða. Þetta er eins og með allt, ef maður æfir sig þá slípast þetta til. Við fundum einhvern takt sem virkaði rosalega vel fyrir okkur og fyrir fólkið á þessum tíma.“ Þótti mikilvægt að Retro hætti á réttum tíma Frá því að hljómsveitin hætti hefur hún tvisvar sinnum komið fram, í þrítugsafmæli Unnsteins og í brúðkaupi hjá gítarleikaranum. „Það er rosalega mikið prógram að setja af stað svona band. Ísland er svo lítið og gigg hagkerfið er auðvitað takmarkað. Við erum átta manns í hljómsveit og ef við spilum á einni árshátíð þá erum við þar bara næstu tólf tímana, að æfa, fara í hljóðprufu og alls konar, við getum ekkert verið að stökkva á milli,“ segir Unnsteinn og bætir við að þetta hafi sömuleiðis auðvitað tekið mikið af tíma hljómsveitarmeðlimanna. „Það er líka ótrúlega gaman að sjá hvað við erum öll búin að fara í skapandi áttir. Það eru tveir búnir að læra að verða tónlistarkennarar, tveir vöruhönnuðir, einn er núna í Mílanó á rosa flottri sýningu, einn hjá Ólafi Elíassyni, Haraldur að taka þrjá söngleiki í röð, það eru allir í rosa skemmtilegu. Ég held að fólk hafi nýtt sér reynsluna vel. Þetta var rosalega gaman en við vildum líka hætta að spila áður en fólk yrði þreytt á að hlusta á okkur og við yrðum þreytt á þessu. Það er ekki mikið upp úr þessu að hafa því við erum mörg, það er synd að gera eitthvað ef það er kvöð.“ Strákarnir segja að það hafi verið mikilvægt að hætta með Retro á réttum tíma.Kjartan Hreinsson Getur ekki falið sig á bak við karakterinn Talið berst þá aftur að sóló ferli Haraldar en hann er þaulvanur því að aðlaga sig að sögum annarra og syngja lög í karakter. Aðspurður hvort það sé önnur tilfinning sem fylgi því að flytja eigið efni segir hann: „Það er allt öðruvísi. Þá getur maður ekki falið sig á bak við karakterinn. Ég hef samt rosalega gaman að tónlist sem segir sögur. Popptónlist er í raun alltaf að segja sögur, allavega þau lög sem mér finnst góð. Þannig að ég held að þegar ég er að semja þá er ég að herma eftir því, ég er að setja mig í stellingar einhvers. Ég get kannski falið mig á bak við það. Á einhvern hátt er þetta því svipað, þótt maður standi auðvitað á bak við þetta því maður bjó það til.“ Unnsteinn og Haraldur frumfluttu lagið í afmæli hjá listræna parinu Oddi og Ebbu Katrínu í Fljótshlíð um síðustu helgi við góðar undirtektir. „Haraldur hefur ekki mikið verið að semja músík en kemur svo núna með spreningu og það er rosalega spennandi. Það sem er sérstakt hjá honum er að byrjendur hafa oft þann eiginleika að þeir þurfa ekkert að takmarka sig eða mæta fyrirframgefnum hugmyndum hlustenda. Samt er hann með alla þessa reynslu á bakinu og það kemur rosalega fersk músík út úr því. Við vorum að ræða þetta við Hermigervil, hann semur kannski tíu lög á dag. Ég er búinn að vera að semja mikið sömuleiðis og ég get pælt alveg í minnstu smáatriðunum og Haraldur er bara kýlum á þetta,“ segir Unnsteinn. Gefa sér leyfi til að vera aðeins væmnari Þegar strákarnir fóru fyrst upp í stúdíó fór Haraldur í að syngja af fullum krafti eins og hann gerir á sviði en þeir segja skemmtilegt að geta prófað sig áfram með nýjar leiðir í stúdíóinu. „Það var líka mjög gaman að hlusta aftur á tónlist sem maður hlustaði á sem unglingur. Mér finnst sögurnar og einfaldleikinn svo skemmtilegt. Það finnst mér líka skemmtilegt í laginu okkar. Unnsteinn samdi rosa mikið lögin í Retro en það er gaman að geta verið í þessu saman núna,“ segir Haraldur. Unnsteinn segist að undanförnu hafa verið undir miklum innblæstri brasilískrar Sertanejo tónlistar sem líkist kántrý tónlist. Þar er mikið um dúetta og skemmtilegar raddanir. „Við Haraldur erum með líkar raddir þannig að það er oft erfitt fyrir hlustendur að fatta hvor er að syngja. Sömuleiðis getum við gefið okkur leyfi til þess að gera þetta aðeins væmnara og meira tilfinningaþrungið. Ef Haraldur væri að gefa út lag einn þá væri kannski berskjöldunin erfiðari,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að það sé auðveldara að leyfa sér að vera aðeins væmnari í dúettum.Kjartan Hreinsson 9 líf kveikjan að tónlistarferlinum „Ég var svo glaður þegar Unnsteinn stakk upp á því að við gætum unnið saman. Það er svo þægilegt að við getum ýtt á hvorn annan og treystum hvor öðrum svo vel,“ segir Haraldur. „Við erum bara bestu vinir og í raun fjölskylda. Mér finnst líka svo ótrúlega spennandi að sjá hvernig fólk getur unnið saman að alls konar verkefnum. Til dæmis eins og Hjálmar, Memfismafían og Baggalútur er að gera, mikið til sömu gæjarnir í hagkerfi þar sem allir eru að gera spennandi músík, sumt verður heimsfrægt og allir halda sér í vinnu. Þegar allt kemur til alls er alltaf skemmtilegast að geta verið í tónlistinni. Ég gæti ekki sleppt þessu,“ segir Unnsteinn og bætir Haraldur þá við: „Ég fann það sérstaklega eftir að Retro Stefson hætti að við það að fara til dæmis á tónleika langaði mig bara svo mikið að geta verið með uppi á sviði. Auðvitað venst allt og fjarlægðin gerir þetta að draumi en tónlistin er bara svo skemmtileg. Ég fann svo sterkt fyrir þessu í 9 líf og að vera að syngja Bubba, geggjuð lög sem maður var að hlusta á frá unglingsaldri. Maður fékk svo ótrúlega mikið út úr því að performa lögin á sviðinu og það ýtti undir það að ég fór aftur að spila og semja. Það fékk mig til þess að langa til að spila sem tónlistarmaður en ekki bara sem leikari.“ View this post on Instagram A post shared by Haraldur Stefansson (@haraldurstefansson) Leikhúsverkefni með föður sínum og besta vini sínum Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Unnsteini og Haraldi. Haraldur fer með hlutverk í nýju íslensku verki eftir leikskáldið Birni Jón sem heitir Sýslumaður dauðans. Faðir hans Stefán Jónsson er að leikstýra því en verkið verður frumsýnt í lok september. „Það er núna komið að því að við fegðar vinnum saman. Það er svo margt að gerast, ég er að vinna með pabba og vinna með Unnsteini, ræturnar kalla. Svo erum við Unnsteinn saman í verkinu Ungfrú Ísland sem er bók eftir Auði Övu og það er frumsýnt í janúar,“ segir Haraldur. „Ég verð á sviðinu með músíkina og þetta er mjög spennandi, hver karakter verður með sína músík og fólk fattar það algjörlega þegar það les bókina. Þannig að við Haraldur erum að fara að vera saman á æfingum dag eftir dag. Það er gaman að þessu,“ segir Unnsteinn að lokum. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Hér má heyra lagið Til þín: Klippa: Unnsteinn Manúel & Haraldur Ari - Til þín Af stóra sviðinu í poppið Haraldur Ari hefur komið víða að hérlendis. Hann var lengi vel meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson og hefur undanfarin ár verið áberandi í Borgarleikhúsinu sem stór hlutverk í söngleikjum á borð við 9 líf og Eitruð lítil pilla. Unnsteinn hefur sömuleiðis verið einn ástsælasti söngvari landsins í áraraðir. Strákarnir kynntust í leikskóla og hafa verið svo gott sem óaðskiljanlegir síðan. „Síðastliðin ár erum við búnir að halda jólaböll fyrir börnin okkar og það hefur verið rosa fjör. Síðustu jól var svo mikið stuð hjá okkur að spila að við hættum bara ekkert. Krakkarnir voru löngu hættir að spá í það hvað við værum að syngja en við héldum bara áfram og vorum komnir í alls konar kassagítars lög á borð við Wonderwall.“ Vinir Unnsteins héldu barnasturtu fyrir hann um daginn og eftir á fóru þeir í sund og gufu. „Ég var búinn að plana að frumflytja sólóefnið mitt fyrir strákana og ákvað að gera það í bílnum. Við keyrðum hring eftir hring og ég spilaði efnið fyrir þá,“ segir Haraldur en með honum voru þá Unnsteinn, Logi Pedro, Hermigervill og Jóhann Kristófer bróðir Haraldar. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Haraldur fékk góðar undirtektir frá strákunum og út frá því hófumst samræður hans og Unnsteins um að vinna saman. „Við gáfum út síðustu Retro Stefson plötuna um 2016 og þá var Sveinbjörn eða Hermigervill búinn að semja lag sem við gerðum enskan texta við. Lagið endaði ekki á plötunni og gleymdist en við Sveinbjörn fórum svo báðir að hugsa um þetta lag á sama tíma, þannig að við ákváðum bara að hittast og klára það. Í sama sessioni bjuggum við til grunn að tveimur öðrum lögum og ég fór að skoða voice memos og notes í símanum hjá mér. Þá var ég búinn að vera að semja fullt af laglínum og alls konar textum í gegnum tíðina sem við púsluðum saman og það eru komin þó nokkur lög sem við erum búnir að vera að vinna að,“ segir Haraldur en Unnsteinn og Hermigervill hafa sömuleiðis unnið mikið saman. Haraldur og Unnsteinn hafa verið viðloðnir tónlist frá æsku.Kjartan Hreinsson Reynslunni ríkari eftir lagasmíðabúðir Lagið Til þín kom hinsvegar úr lagasmíðabúðum sem Unnsteinn fór í á vegum Iceland Sync. „Þetta var ótrúlega flott batterí í Gróðurhúsinu, sem er eitt flottasta stúdíó landsins. Ég hef aldrei verið í svona áður, ég er búinn að vera að semja tónlist hálfa ævina en ég hef aldrei verið í jafn prófessjonal umhverfi. Maður er að vinna með nýju fólki á hverjum degi, ég fór meðal annars í stúdíó með tveimur Kanadamönnum sem sögðu bara: Í dag ætlum við að skrifa lag fyrir þig. Ég hélt að ég væri að fara að vinna að efni fyrir aðra og kannski koma með ráð. Seinasta daginn var ég svo settur í herbergi með Inga Bauer og kanadíska tónlistarmanninum Laurent Bourque. Það var rólegasta herbergið, mjög afslappaðar víbrur og Laurent byrjar að setja af stað einhverja hljómaganga og Ingi Bauer kemur með góð beat ofan á. Fyrir hádegi erum við strax komnir með góðan grunn að lagi, ég skaust svo að gigga og svo fyrir klukkan 19:00 vorum við komnir með gott lag á ensku.“ Góð kynning á Haraldi sem tónlistarmanni Út frá lagasmíðabúðunum var Unnsteinn því kominn með fullt af efni sem hann vissi ekki endilega hvað hann ætti að gera við. „Þegar ég heyrði svo músíkina hans Haraldar hugsuðum við Logi að við yrðum að gefa þetta út. Ég hugsaði að það væri sniðug upphitun fyrir þetta sólóverkefni að gefa út lag saman sem passar algjörlega inn í hans sagnaheim. Þetta er svona kynning á honum sem tónlistarmanni.“ Strákarnir sömdu lagið saman á íslensku og segja að innblásturinn hafi komið til þeirra frekar auðveldlega. Sækja þeir meðal annars í kúreka 20. aldar sem eru yfirfærðir inn í nútímann. „Svo er það líka þannig að allir eiga eitthvað móment með makanum sínum, í mis dramatískum aðstæðum, en vonandi geta flestir tengt við þetta á einhvern hátt. Til dæmis að hafa skitið á sig, hversu stórt sem það er svo,“ segir Haraldur. Haraldur og Unnsteinn kynntust sem áður segir á leikskóla árið 1995. „Þá fluttum við Logi til Íslands og fórum á Grænuborg. Þar voru tveir strákar sem hétu Stefánsson eins og við en við höfðum aldrei hitt Stefánssyni áður. Við urðum bestu vinir, það var ekki flóknara en það,“ segir Unnsteinn en Logi bróðir hans og Jóhann Kristófer bróðir Haraldar eru jafngamlir og æskuvinir úr 101. Unnsteinn og Haraldur kynntust á leikskóla.Kjartan Hreinsson Töpuðu fyrir Bent á Rímnaflæði Haraldur flutti svo úr bænum í Mosfellsbæ og gekk í Varmaskóla og Gaggó Mos. „Ég var samt alltaf um helgar hjá pabba í miðbænum og við strákarnir fórum fljótt að vinna saman að tónlist. Við kepptum til dæmis í Rímnaflæði á Ingólfstorgi þegar við vorum 10 og 11 ára á móti Bent, við töpuðum, segir Unnsteinn kímin. Fyrst rapp 101 kepptum í rímnaflæði á ingolfstorgi á moti bent töpuðum, haraldur 10 ára ég 11 ára. Hlynur í Trabant gerði þá beat-ið fyrir okkur. Það sem er svo skemmtilegt við þetta hverfi í 101 er að maður kynnist fólki í gegnum listina. Það var öllu reddað og við vorum alltaf að hitta fólk sem var allt að vilja gert við að hjálpa. Umhverfið í Austurbæjarskóla var rosalega heilbrigt og skapandi. Svo förum við allir saman í Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Retro Stefson sveitin varð til á sínum tíma því meðlimirnir voru hvattir til þess að stofna hljómsveit fyrir ungmennahátíðina Samfés. Þau töpuðu innanskólakeppninni en var þó boðið að spila á ballinu, sem er í raun stærsti viðburðurinn. „Samfés var þá haldið í mínum heimabæ, Mosó. Ég man að mér fannst svo ótrúlega flott að allir vinir mínir væru að koma og spila á balli í mínum bæ. Ég byrjaði náttúrulega bara sem grúppía fyrst og kunni öll lögin þeirra,“ segir Haraldur. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Qween með Retro Stefson: Skellur að spila klukkan 17:00 Á fyrsta árinu sínu í MH verður Haraldur svo hluti af hljómsveitinni. „Þá bauð hljómsveitin mér að koma með til Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður. Við mættum viku fyrir giggið að æfa á fullu og lentum í alls konar ævintýrum,“ segir Haraldur og Unnsteinn skýtur inn í: „Svo rennur hátíðin upp og þá kemur í ljós að við vorum að spila í barnaprógramminu klukkan 17:00. Það var rosa skellur. Við vorum búnir að lifa eins og rokkstjörnur þarna fram að gigginu,“ segir Unnsteinn hlæjandi og bætir við: „En það er auðvitað mjög lærdómsríkt að taka mörg ólík gigg. Við höfum til dæmis spilað í Sviss fyrir færri en eru í hljómsveitinni og sömuleiðis spilað á tónlistarhátíð fyrir þúsundir manns. Það getur verið rosalega erfitt fyrir egóið að spila fyrir fáa en það er rosalega hollt á sama tíma. Ég held að einn lykilinn að velgengni Retro Stefson hafi verið að fram að því að við fórum að túra þá vorum við að spila tvö til þrjú gigg í 101 fyrir ekki neinn. Þá þurfti Haraldur að stíga upp og kveikja í fólkinu.“ Haraldur segir sömuleiðis auðvelt að gleyma öllum þessum fjölbreyttu giggum. „Ég kannski man eftir bara tíu giggum, þetta fer í svo mikla súpu. Svo hugsar maður til baka eins og á Airwaves hátíðunum, við vorum stundum að spila kannski fimm gigg á dag þegar mest var. Og ferja allt á milli staða. Þetta er eins og með allt, ef maður æfir sig þá slípast þetta til. Við fundum einhvern takt sem virkaði rosalega vel fyrir okkur og fyrir fólkið á þessum tíma.“ Þótti mikilvægt að Retro hætti á réttum tíma Frá því að hljómsveitin hætti hefur hún tvisvar sinnum komið fram, í þrítugsafmæli Unnsteins og í brúðkaupi hjá gítarleikaranum. „Það er rosalega mikið prógram að setja af stað svona band. Ísland er svo lítið og gigg hagkerfið er auðvitað takmarkað. Við erum átta manns í hljómsveit og ef við spilum á einni árshátíð þá erum við þar bara næstu tólf tímana, að æfa, fara í hljóðprufu og alls konar, við getum ekkert verið að stökkva á milli,“ segir Unnsteinn og bætir við að þetta hafi sömuleiðis auðvitað tekið mikið af tíma hljómsveitarmeðlimanna. „Það er líka ótrúlega gaman að sjá hvað við erum öll búin að fara í skapandi áttir. Það eru tveir búnir að læra að verða tónlistarkennarar, tveir vöruhönnuðir, einn er núna í Mílanó á rosa flottri sýningu, einn hjá Ólafi Elíassyni, Haraldur að taka þrjá söngleiki í röð, það eru allir í rosa skemmtilegu. Ég held að fólk hafi nýtt sér reynsluna vel. Þetta var rosalega gaman en við vildum líka hætta að spila áður en fólk yrði þreytt á að hlusta á okkur og við yrðum þreytt á þessu. Það er ekki mikið upp úr þessu að hafa því við erum mörg, það er synd að gera eitthvað ef það er kvöð.“ Strákarnir segja að það hafi verið mikilvægt að hætta með Retro á réttum tíma.Kjartan Hreinsson Getur ekki falið sig á bak við karakterinn Talið berst þá aftur að sóló ferli Haraldar en hann er þaulvanur því að aðlaga sig að sögum annarra og syngja lög í karakter. Aðspurður hvort það sé önnur tilfinning sem fylgi því að flytja eigið efni segir hann: „Það er allt öðruvísi. Þá getur maður ekki falið sig á bak við karakterinn. Ég hef samt rosalega gaman að tónlist sem segir sögur. Popptónlist er í raun alltaf að segja sögur, allavega þau lög sem mér finnst góð. Þannig að ég held að þegar ég er að semja þá er ég að herma eftir því, ég er að setja mig í stellingar einhvers. Ég get kannski falið mig á bak við það. Á einhvern hátt er þetta því svipað, þótt maður standi auðvitað á bak við þetta því maður bjó það til.“ Unnsteinn og Haraldur frumfluttu lagið í afmæli hjá listræna parinu Oddi og Ebbu Katrínu í Fljótshlíð um síðustu helgi við góðar undirtektir. „Haraldur hefur ekki mikið verið að semja músík en kemur svo núna með spreningu og það er rosalega spennandi. Það sem er sérstakt hjá honum er að byrjendur hafa oft þann eiginleika að þeir þurfa ekkert að takmarka sig eða mæta fyrirframgefnum hugmyndum hlustenda. Samt er hann með alla þessa reynslu á bakinu og það kemur rosalega fersk músík út úr því. Við vorum að ræða þetta við Hermigervil, hann semur kannski tíu lög á dag. Ég er búinn að vera að semja mikið sömuleiðis og ég get pælt alveg í minnstu smáatriðunum og Haraldur er bara kýlum á þetta,“ segir Unnsteinn. Gefa sér leyfi til að vera aðeins væmnari Þegar strákarnir fóru fyrst upp í stúdíó fór Haraldur í að syngja af fullum krafti eins og hann gerir á sviði en þeir segja skemmtilegt að geta prófað sig áfram með nýjar leiðir í stúdíóinu. „Það var líka mjög gaman að hlusta aftur á tónlist sem maður hlustaði á sem unglingur. Mér finnst sögurnar og einfaldleikinn svo skemmtilegt. Það finnst mér líka skemmtilegt í laginu okkar. Unnsteinn samdi rosa mikið lögin í Retro en það er gaman að geta verið í þessu saman núna,“ segir Haraldur. Unnsteinn segist að undanförnu hafa verið undir miklum innblæstri brasilískrar Sertanejo tónlistar sem líkist kántrý tónlist. Þar er mikið um dúetta og skemmtilegar raddanir. „Við Haraldur erum með líkar raddir þannig að það er oft erfitt fyrir hlustendur að fatta hvor er að syngja. Sömuleiðis getum við gefið okkur leyfi til þess að gera þetta aðeins væmnara og meira tilfinningaþrungið. Ef Haraldur væri að gefa út lag einn þá væri kannski berskjöldunin erfiðari,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að það sé auðveldara að leyfa sér að vera aðeins væmnari í dúettum.Kjartan Hreinsson 9 líf kveikjan að tónlistarferlinum „Ég var svo glaður þegar Unnsteinn stakk upp á því að við gætum unnið saman. Það er svo þægilegt að við getum ýtt á hvorn annan og treystum hvor öðrum svo vel,“ segir Haraldur. „Við erum bara bestu vinir og í raun fjölskylda. Mér finnst líka svo ótrúlega spennandi að sjá hvernig fólk getur unnið saman að alls konar verkefnum. Til dæmis eins og Hjálmar, Memfismafían og Baggalútur er að gera, mikið til sömu gæjarnir í hagkerfi þar sem allir eru að gera spennandi músík, sumt verður heimsfrægt og allir halda sér í vinnu. Þegar allt kemur til alls er alltaf skemmtilegast að geta verið í tónlistinni. Ég gæti ekki sleppt þessu,“ segir Unnsteinn og bætir Haraldur þá við: „Ég fann það sérstaklega eftir að Retro Stefson hætti að við það að fara til dæmis á tónleika langaði mig bara svo mikið að geta verið með uppi á sviði. Auðvitað venst allt og fjarlægðin gerir þetta að draumi en tónlistin er bara svo skemmtileg. Ég fann svo sterkt fyrir þessu í 9 líf og að vera að syngja Bubba, geggjuð lög sem maður var að hlusta á frá unglingsaldri. Maður fékk svo ótrúlega mikið út úr því að performa lögin á sviðinu og það ýtti undir það að ég fór aftur að spila og semja. Það fékk mig til þess að langa til að spila sem tónlistarmaður en ekki bara sem leikari.“ View this post on Instagram A post shared by Haraldur Stefansson (@haraldurstefansson) Leikhúsverkefni með föður sínum og besta vini sínum Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Unnsteini og Haraldi. Haraldur fer með hlutverk í nýju íslensku verki eftir leikskáldið Birni Jón sem heitir Sýslumaður dauðans. Faðir hans Stefán Jónsson er að leikstýra því en verkið verður frumsýnt í lok september. „Það er núna komið að því að við fegðar vinnum saman. Það er svo margt að gerast, ég er að vinna með pabba og vinna með Unnsteini, ræturnar kalla. Svo erum við Unnsteinn saman í verkinu Ungfrú Ísland sem er bók eftir Auði Övu og það er frumsýnt í janúar,“ segir Haraldur. „Ég verð á sviðinu með músíkina og þetta er mjög spennandi, hver karakter verður með sína músík og fólk fattar það algjörlega þegar það les bókina. Þannig að við Haraldur erum að fara að vera saman á æfingum dag eftir dag. Það er gaman að þessu,“ segir Unnsteinn að lokum.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira