„Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. júní 2024 21:45 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með að hafa aðeins fengið eitt stig í kvöld. „Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
„Við vörðumst ekki í tveimur atvikum svo einfalt var það. Mér fannst við með fulla stjórn á leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Við skoruðum gott mark og við stjórnuðum ákefðinni. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur að neinu viti,“ sagði Pálmi Rafn og fór yfir mistök KR-inga í mörkum Fylkis. „Það skiptir engu máli hvort lið sé ekki að ógna þér í 89 mínútur en ógnar þér í mínútu og þú gefur tvö mörk. Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður.“ Pálmi var ekki sáttur með mörkin sem hans lið fékk á sig og átti ekki skýringu á því hvers vegna hans lið gaf tvö ódýr mörk. „Ef ég vissi það þá hefðum við ekki gefið tvö mörk. Ég skil ekki hvernig þú getur verið með fulla einbeitingu í 95 mínútur og svo ertu með einbeitingu í 45 eða 75 mínútur í næsta leik. Þegar þú ert að verja markið þitt þá ertu bara að verja markið þitt ekki neitt annað. Við þurfum að hugsa þannig. Ég þarf að taka þetta á mig þar sem við komum greinilega ekki betur undirbúnir en þetta.“ Það kom umdeilt atvik í síðari hálfleik þar sem Orri Sveinn Segatta, leikmaður Fylkis, tæklaði Aron Sigurðarson, leikmann KR ansi hressilega. Orri var á gulu spjaldi fyrir tæklinguna sem kom Pálma á óvart. „Var hann á gulu spjaldi í þokkabót. Ég hélt að þetta væri beint rautt spjald. Það er ekkert sem kemur mér á óvart í þessu hvað er spjald og hvað er ekki spjald. Það var með ólíkindum að hann hafi klárað þennan leik.“ En hversu svekkjandi var að sjá Fylki jafna tveimur mínútum síðar? „Þú getur rétt ímyndað þér. Það var ógeðslega súrt.“ Pálmi var að stýra sínum öðrum leik sem aðalþjálfari KR eftir að Gregg Ryder var sagt upp. Aðspurður hvernig honum finnist hann hafa komið inn sem aðalþjálfari KR var Pálmi ekki viss. „Ég veit það ekki. Það var lélegt að fá eitt stig í dag. Menn voru rosa ánægðir með stig í síðasta leik en svo förum við á heimavöll og gerum ekki betur en eitt stig sem var ekki gott,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast