Eins og fram hefur komið var bjórglösum kastað í átt að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, eftir markalausa jafnteflið við Slóveníu á EM á þriðjudaginn.
Bjórglösum var einnig kastað í fjölskyldur leikmanna enska liðsins, þótt ekki hafi verið miðað sérstaklega á þær.
„Drykkjum var kastað í nokkra fjölskyldumeðlimi. Við tökum stöðuna á þeim. Það eru börn með fjölskyldum í stúkunni svo við þurfum að tékka á þeim og kanna hvort allt sé í lagi,“ sagði Konsa.
„Bróðir minn var grýttur og nokkrir aðrir. Ég talaði við hann og spurði hvernig hann hefði það og hann sagði að hann væri í lagi. Þetta var hægra megin á vellinum, ekki beint fyrir aftan markið en glösin komu úr öllum áttum. Við reynum að hugsa ekki of mikið um þetta.“
England mætir Slóvakíu í Gelsenkirchen í sextán liða úrslitum á sunnudaginn.