Landsliðsþjálfarinn kenndi Weah um tap Bandaríkjanna: „Kjánaleg ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 09:30 Timothy Weah vildi eflaust láta sig hverfa eftir að hann var rekinn út af í leik Bandaríkjanna og Panama í Suður-Ameríkukeppninni. getty/Hector Vivas Bandaríska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap fyrir Panama, 2-1, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær. Rautt spjald sem Timothy Weah fékk snemma leiks reyndist dýrt fyrir Bandaríkjamenn. Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt. Copa América Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira
Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt.
Copa América Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira