„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2024 13:18 Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum kappræðum hans og Donalds Trump í nótt. AP/Gerald Herbert Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent