Tíu ára stúlku vísað úr strætó Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 09:27 Móðir stúlkunnar veltir því fyrir sér hvort málið tengist kynþætti hennar. Vísir/Samsett Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira