„Við börðumst eins og ljón“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 21:21 Hallgrímur Jónasson var ánægður með sigurinn í kvöld. vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með að ná í þrjú stig í Kórnum í kvöld. Leikurinn var annar sigurleikur KA í röð í Bestu deildinni og er liðið komið úr fallsæti. „Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla KA Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með 95% af leiknum. Við spilum vel og sköpum fullt af færum og áttum að skora miklu fleiri mörk. HK eru bara virkilega góðir í sumum þáttum leiksins og við vorum búnir að sjá það. Þegar markið dettur þá verður hálfgert ‚panic' í lokin hjá okkur. Við erum búnir að skipta fjórum inn á og það riðlar leiknum. Þeir gerðu þetta bara erfitt fyrir okkur síðustu mínúturnar,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í Kórnum. „Við börðumst eins og ljón fyrir hvorn annan. Það hefur einkennt mitt lið, þó að hlutirnir hafa ekki gengið þá hafa allir staðið saman og það var mjög sætt að það dugði í dag,“ bætti Hallgrímur við. KA herjaði á mark HK framan af leik en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 51. mínútu. Hallgrímur ítrekaði að það megi ekki missa þolinmæðina þó að hlutirnir gangi ekki upp. Hefur verið saga okkar áður í sumar „Ég var smá svekktur því þetta hefur verið saga okkar áður í sumar, við náum ekki að pota honum inn. Það er bara að halda áfram og gera vel það sem við gerum vel og ekki missa þolinmæðina. Ef þú ferð of hátt á HK og þeir geta komið með skyndisóknir á stórum mönnum og unnið skallaboltana þá lendiru í veseni. Við héldum þolinmæðinni og fókus, þeir fá ekki mörg færi og fáum frekar ódýrt mark á okkur“. Allt leit út fyrir öruggan og nokkuð þægilegan sigur en Arnþór Ari Atlason náði að minnka muninn fyrir HK í 2-1 og kom mikil spenna í leikinn í uppbótartíma. „Það er eðlilegt þegar þú færð svona mark að það komi ‚panic'. Það er bara spurning, ætlar þú að vera svekktur og ekki gera neitt eða ætlar þú að vinna alvöru vinnu til þess að halda þessu heim og við gerðum það. Það er klárt mál eins og leikurinn leit út í 2-0 og liðið mitt með fullt sjálfstraust þá ættum við ekki að hleypa þessu í svona mikla spennu,“ sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í síðustu mínútur leiksins. Nú er bara ótrúlega spennandi verkefni Hallgrímur er mjög sáttur með spilamennskuna að undanförnu og er útlitið orðið mun bjartara fyrir hann og hans lærisveina. „Þetta er æðislegt, komnir úr fallsæti og erum búnir að vinna fimm af síðustu átta leikjum á móti úrvalsdeildarliðum, tveir í bikarnum og þrír í deildinni. Það er bara jákvætt og nú er bara ótrúlega spennandi verkefni. Við eigum heimaleik í bikarnum og í fyrra fórum við í úrslitaleikinn og áttum flottan leik en náðum því miður ekki klára það. Okkur langar rosalega að upplifa það aftur að fara á Laugardalsvöll og stemninguna sem KA-fólk kom með,“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla KA Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira