Opna baðstað í Kerlingarfjöllum um helgina Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 10:38 Útsýnið úr þessum heita potti er betra en gengur og gerist. Bláa lónið Um helgina verður fyrstu gestunum hleypt ofan í nýjan baðstað í Kerlingarfjöllum. Í böðunum eru meðal annars heitar setlaugar, kaldur pottur og glæsileg sauna með útsýni yfir fjallgarðinn. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu, sem á og rekur ferðamannastaðinn Highland base í Kerlingarfjöllum segir að um sé að ræða einstakan baðstað við fjölbreytta gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar á hálendi Íslands. Böðin séu opin öllum gestum Kerlingarfjalla og þannig tilvalinn áfangastaður eftir útivist á hálendinu. Í upphafi síðasta sumars hafi endurbætt gisti- og veitingaaðstaða verið opnuð í Kerlingarfjöllum. Þar sé nú boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, nýtt tjaldsvæði og svefnpokapláss í gömlu skálunum, sem gjarnan eru kallaðir Nípur. Leiðin að Kerlingarfjöllum liggi um hinn sögufræga Kjalveg, sem sé fullfær fólksbílum á sumrin og Kerlingarfjöll því tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa hálendi Íslands. Sætaferðir séu í boði alla daga yfir sumartímann. Hæstánægður með fyrsta árið Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa Lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. í tilkynningu segir að hann sé afar ánægður með vel heppnað fyrsta rekstrarár og fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum. „Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf. Með opnun Hálendisbaðanna hafa gestir nú enn fleiri ástæður til þess að sækja svæðið heim og njóta þeirrar fegurðar sem umlykur allt“ Sveitarstjórinn sáttur Þá er haft eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, að hún sé afar ánægð með uppbyggingu innviða á svæðinu, enda sé aukið og einfaldara aðgengi afar mikilvægt samfélaginu öllu. „Alla tíð hafa Kerlingarfjöll verið segull bæði heimamanna og erlendra og innlendra gesta. Með uppbyggingunni sem nú hefur átt sér stað í Kerlingarfjöllum er enn fleirum en áður gert kleift að dvelja í fjöllunum. Afar ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel framkvæmdirnar falla að því stórbrotna umhverfi sem þarna er. Hér í Hrunamannahreppi brenna heimamenn fyrir afréttinum og ekki síst fjöllunum fögru. Framkvæmdir eins og þær sem nú eru orðnar að veruleika í Kerlingarfjöllum styrkja bæði ferðaþjónustu og uppbyggingu samfélagsins sem hér hefur byggst upp á hálendisbrúninni.“ Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Sundlaugar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu, sem á og rekur ferðamannastaðinn Highland base í Kerlingarfjöllum segir að um sé að ræða einstakan baðstað við fjölbreytta gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar á hálendi Íslands. Böðin séu opin öllum gestum Kerlingarfjalla og þannig tilvalinn áfangastaður eftir útivist á hálendinu. Í upphafi síðasta sumars hafi endurbætt gisti- og veitingaaðstaða verið opnuð í Kerlingarfjöllum. Þar sé nú boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, nýtt tjaldsvæði og svefnpokapláss í gömlu skálunum, sem gjarnan eru kallaðir Nípur. Leiðin að Kerlingarfjöllum liggi um hinn sögufræga Kjalveg, sem sé fullfær fólksbílum á sumrin og Kerlingarfjöll því tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa hálendi Íslands. Sætaferðir séu í boði alla daga yfir sumartímann. Hæstánægður með fyrsta árið Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa Lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. í tilkynningu segir að hann sé afar ánægður með vel heppnað fyrsta rekstrarár og fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum. „Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf. Með opnun Hálendisbaðanna hafa gestir nú enn fleiri ástæður til þess að sækja svæðið heim og njóta þeirrar fegurðar sem umlykur allt“ Sveitarstjórinn sáttur Þá er haft eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, að hún sé afar ánægð með uppbyggingu innviða á svæðinu, enda sé aukið og einfaldara aðgengi afar mikilvægt samfélaginu öllu. „Alla tíð hafa Kerlingarfjöll verið segull bæði heimamanna og erlendra og innlendra gesta. Með uppbyggingunni sem nú hefur átt sér stað í Kerlingarfjöllum er enn fleirum en áður gert kleift að dvelja í fjöllunum. Afar ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel framkvæmdirnar falla að því stórbrotna umhverfi sem þarna er. Hér í Hrunamannahreppi brenna heimamenn fyrir afréttinum og ekki síst fjöllunum fögru. Framkvæmdir eins og þær sem nú eru orðnar að veruleika í Kerlingarfjöllum styrkja bæði ferðaþjónustu og uppbyggingu samfélagsins sem hér hefur byggst upp á hálendisbrúninni.“
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Sundlaugar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira