Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2024 07:53 Cristiano Ronaldo undirbýr sig fyrir kveðjustund en hann er 39 ára gamall og hefur unnið næstum því allt sem fótboltinn hefur að bjóða. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira