Dómarinn neitaði að taka í hönd leikmanns eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 07:00 Það er óhætt að segja að þeir Christian Pulisic og Kevin Ortega séu ekki miklir vinir. Getty/ Jamie Squire Dómari í leik Bandaríkjanna og Úrúgvæ í Suðurameríkukeppninni neitaði að taka í höndina á fyrirliða bandaríska landsliðsins eftir leikinn. Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Copa América Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Copa América Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti