„Væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að það var mikið stress“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:45 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) stýrði Stjörnunni í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í fyrsta sinn í kvöld. Niðurstaðan varð 1-0 sigur gegn Keflavík og fjögurra leikja taphrina liðsins því loks á enda í hans fyrsta leik. „Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
„Sem betur fer. Leikmenn brugðust við og þær mættu klárar í þetta,“ sagði Jóhannes í leikslok. „Þetta var erfiður leikur á móti fínu Keflavíkurliði og allt í járnum. Þannig það var bara mjög sterkt að ná að sigla þessu heim og taka þrjú stig.“ Fyrir leik talaði Jóhannes um að Stjörnuliðið þyrfti að ná að stoppa í götin varnarlega til að snúa slæmu gengi við. Það tókst heldur betur í kvöld og Stjarnan hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar. „Þetta skiptir klárlega máli. Það gefur liðinu sjálfstraust að halda hreinu og það var kominn tími á það. Það var líka bara gott að þola þessa pressu sem kom á okkur. Við kláruðum það og leikmenn seldu sig dýrt. Það var verið að henda sér fyrir bolta og ef leikmenn vilja þetta þá uppskera þeir.“ Hann hrósaði Önnu Marú Baldursdóttur, fyrirliða liðsins, fyrir sinn þátt í varnarleiknum. „Það skiptir sköpum að hafa svona leikmenn. Anna María var frábær í dag og til í að leiða með góðu fordæmi og það er það sem góðir fyrirliðar gera.“ Hann viðurkennir þó að pressan sem Keflvíkingar settu á Stjörnuliðið undir lok leiks hafi náð til hans. „Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna það að það var mikið stress. En heilt yfir var ég búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku. Mér fannst við stýra leiknum vel og við búum til okkar færi líka.“ „En Keflavík var alltaf inni í leiknum og alltaf að ógna. Þessar síðustu fimmtán mínútur fannst mér algjör óþarfi, að við værum að falla svona djúpt. Fyrir mitt hjarta á bekknum hefði ég viljað halda okkur aðeins ofar.“ Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð og segir Jóhannes þar strax vera annað tækifæri til að taka þrjú stig. „Það er bara næsta skref. Stólarnir spiluðu frábærlega þegar þeir mættu hingað á Stjörnuvöllinn fyrr í sumar þannig ég held að það verði bara hörkuleikur,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. 2. júlí 2024 17:31