„Finnst mega vernda leikmenn meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:58 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir að dómarar megi gera meira til að vernda leikmenn. Vísir/Diego Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild kvenna, segir erfitt að kyngja 1-0 tapi síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
„Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira