Tindastóll-Breiðablik 1-0
Boltinn barst til Andrea Rutar Bjarnadóttur eftir vandræðagang varnarmanna Tindastóls við að hreinsa burt. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir pressaði og kom boltanum óvart á Andreu sem gerði virkilega vel og flengdi boltanum í fjærhornið í fyrstu snertingu rétt fyrir utan teig.
Stjarnan-Keflavík 1-0
Eftir háa sendingu inn á teiginn reyndi Caroline Mc Cue Van Slambrouck að bomba boltanum fram en kom honum ekki langt. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tók við honum og skaut föstu skoti. Fastur bolti sem skoppaði tvisvar í jörðinni áður en hann læddist í netið.
Tileinkaði gamla þjálfaranum sigurmarkið: „Þetta mark var fyrir Kristján“
Víkingur-Fylkir 0-0
Leik nýliðanna Fylkis og Víkings lauk með 0-0 jafntefli, því engin mörk til að sýna en umfjöllun um leikinn má finna hér fyrir neðan.