Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:11 Ármann Þorvaldsson, er forstjóti Kviku banka. Aðsend Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu. Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu.
Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira