Disney stjórinn að kaupa fótboltafélag með eiginkonunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 12:31 Skólastýran Willow Bay og eiginmaður hennar, Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney, ætla að dýfa sér inn í fótboltaheiminn og hjálpa kvennafótboltanum í Bandaríkjunum að vaxa. Getty/Mike Coppola Skólastýran Willow Bay og eiginmaður hennar, Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney, eru sögð vera að ganga frá samningi um kaup á bandaríska kvennafótboltafélaginu Angel City FC. Angel City er kannski þekktast fyrir það að í eigandahópi félagsins eru heimsþekktar leikkonur, kvenfjárfestar og íþróttakonur. Parið mun kaupa meirihluta í félaginu af Alexis Ohanian, stofnanda Reddit og eiginmanns Serenu Williams. Hann á stærstan hluta í félaginu. Félagið, sem er með aðstæður í Los Angeles, er metið á 250 milljónir Bandaríkjadali. Það er talið að félagið myndi hækka í virði og upp í þrjú hundruð milljón dali eftir kaupin. Angel City vill fá konu sem eiganda og Willow Bay verður í fararbroddi samkvæmt tilboði hjónananna. Hún starfar sem skólastjóri í USC Annenberg fjölmiðlaskólanum. Stofnendur félagsins voru Kara Nortman, leikkonan Natalie Portman og Julie Uhrman en meðal fjárfesta í því voru leikkonan Eva Longoria, umrædd Serena Williams og bandarísku knattspyrnugoðsagnirnar Abby Wambach og Mia Hamm. Angel City FC spilar heimaleiki sína á BMO Stadium sem er nálægt miðbæ Los Angeles. Það er með meira en sextán þúsund ársmiðahafa. Það hefur verið mikið um breytingar á eigendahópi þeirra fjórtán félaga sem skipa NWSL deildina. Næstum því öll félögin hafa fengið nýja eigendur eða nýja stóra fjárfesta á síðustu fjórum árum. Peningafólk sýnir deildinni meiri áhuga og það ætti að ýta undir vöxt hennar á næstu misserum. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira
Angel City er kannski þekktast fyrir það að í eigandahópi félagsins eru heimsþekktar leikkonur, kvenfjárfestar og íþróttakonur. Parið mun kaupa meirihluta í félaginu af Alexis Ohanian, stofnanda Reddit og eiginmanns Serenu Williams. Hann á stærstan hluta í félaginu. Félagið, sem er með aðstæður í Los Angeles, er metið á 250 milljónir Bandaríkjadali. Það er talið að félagið myndi hækka í virði og upp í þrjú hundruð milljón dali eftir kaupin. Angel City vill fá konu sem eiganda og Willow Bay verður í fararbroddi samkvæmt tilboði hjónananna. Hún starfar sem skólastjóri í USC Annenberg fjölmiðlaskólanum. Stofnendur félagsins voru Kara Nortman, leikkonan Natalie Portman og Julie Uhrman en meðal fjárfesta í því voru leikkonan Eva Longoria, umrædd Serena Williams og bandarísku knattspyrnugoðsagnirnar Abby Wambach og Mia Hamm. Angel City FC spilar heimaleiki sína á BMO Stadium sem er nálægt miðbæ Los Angeles. Það er með meira en sextán þúsund ársmiðahafa. Það hefur verið mikið um breytingar á eigendahópi þeirra fjórtán félaga sem skipa NWSL deildina. Næstum því öll félögin hafa fengið nýja eigendur eða nýja stóra fjárfesta á síðustu fjórum árum. Peningafólk sýnir deildinni meiri áhuga og það ætti að ýta undir vöxt hennar á næstu misserum. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira