Innlent

Aukið of­beldi gegen heilbrigðisstarfsfólki og kosningar í Bret­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki hefur aukist og hótunum fjölgað. Starfsfólk heilsugæslu, þar sem ráðist var á lækni í vikunni, upplifir aukið óöryggi í vinnunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslunni og formann Félags heimilislækna.

Þá förum við yfir niðurstöður þingkosninganna í Bretlandi en Íhaldsflokkurinn galt afhroð. Íslendingur búsettur í Lundúnum telur almenning vilja stöðugleika í stjórnmálum.

Þá er mikil ferðahelgi fram undan. Við ræðum við aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu. Svo kíkjum við upp á Skaga, þar sem Írskir dagar fara fram um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×