„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:15 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir tapið stóra gegn ÍA í dag. vísir/Diego „Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið, held ég, tengt fótbolta,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 8-0 tap upp á Skaga gegn heimamönnum í Bestu deildinni í fótbolta í dag. „Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
„Við vorum ömurlegir, það er ekkert annað sem veldur því,“ sagði Ómar Ingi aðspurður hvað hafi ollið því að liðið hafi spilað jafn illa og raun bar vitni. „Við bara mætum ömurlegir til leiks og höldum áfram að vera ömurlegir í seinni hálfleik og við erum ekki tilbúnir til þess að reyna að koma í veg fyrir að við töpum minna miðað við niðurlæginguna í fyrri hálfleik. Hlaupum ekki til baka, erum að gefa á þá, bara við gjörsamlega sturtuðum þessum leik í klósettið eftir fimm mínútur og öll þessi mörk sýna bara algjöra uppgjöf alveg frá því fyrsta til þess síðasta.“ Skynjaði Ómar Ingi það fyrir leik að hans menn væru illa innstilltir fyrir þennan leik? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ólíklegt að menn komi til mín og segist ekki vera tilbúnir eða reyna að gefa þá áru af sér síðustu daga fyrir leik þegar er verið að velja í lið og annað. Eins og þið sáuð hérna, í hvert skipti sem þeir komust nálægt markinu eða spiluðu boltanum fleiri enn eina hraða sendingu fram á við þá bara tókum við ákvörðun um að taka ekki þátt.“ Alltaf tveir til þrír sem tóku ekki þátt í leiknum Arnþór Ari Atlason tók út leikbann í dag, en Arnþór Ari hefur verið lang besti leikmaður HK á tímabilinu. Einnig hefur vantað Atla Arnarson í fjölmarga leiki á tímabilinu, en hann ásamt Arnþóri Ara hafa verið algjörir lykilmenn fyrir HK undanfarin ár á miðjunni og meðal reyndustu leikmanna liðsins. Aðspurður hvort að munað hefði um fjarveru þeirra í dag, þá svaraði Ómar Ingi því á þennan veg og lét sína leikmenn fá það óþvegið í leiðinni: „Auðvitað munar um þá. Það er ekki eins og Atli Arnarsson sé búinn að taka þátt í mörgum sigurleikjum í sumar, en auðvitað munar um Arnþór. Eins frábær og mér finnst hann, þá hefði hann ekki getað gert neitt í þessu með hina alla sem tóku þátt í leiknum spilandi svona. Við vorum bara alltaf með tvo til þrjá leikmenn sem voru ekki að taka þátt í leiknum í hvert sinn, þeir skiptust á að sinna því hlutverki. Það var bara eins og þeir [Skagamenn] væru töluvert fleiri á vellinum af því að það voru alltaf of margir sem ákváðu að taka þátt í stemningunni hér á Skaganum heldur en að taka þátt í leiknum,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Besta deild karla HK Tengdar fréttir Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. 6. júlí 2024 17:06