Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 21:46 Adam Ægir Pálsson og Patrick Pedersen skoruðu þrjú af fjórum mörkum Vals í kvöld. vísir/Diego Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi. ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar
Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira