Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 13:07 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti nýjum íbúum sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi. Árborg Mannfjöldi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það er ekkert láta á fjölgun íbúa í Árborg enda byggt og byggt í sveitarfélaginu, ekki síst á Selfossi þar sem ný hverfi rísa út um allt á ógnarhraða. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það heldur áfram að aukast hjá okkur. Uppbygging gengur vel, bæði í atvinnustarfsemi í miðbæ Selfoss og fyrir utan það, við finnum aukin áhuga þar og líka íbúðaruppbyggingin. Þetta heldur svona jafnt og stöðugt áfram,” segir Bragi og bætir við. „Við erum í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilana hjá okkur þannig að menn viti hvað þeir geta byggt á hverju ári í rauninni þannig að við ráðum við þann fjölda sem er að koma.” Bragi segir að nú sé íbúar í Árborg rétt rúmlega 12 þúsund, þar af rúmlega 11 þúsund á Selfossi. Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að töluvert af heitu vatni var að finnast á Selfossi eftir heitavatnsboranir en eitt af brýnustu málunum er þó að fá nýja brú yfir Ölfusá því þar myndast oft miklar stíflur og mikið álag er á brúnni alla daga. Margir heimamenn eru farnir að bregða á það ráð að keyra þrengslin heim úr höfuðborginni í stað þess að eiga á hættu að þurfa að bíða og bíða eftir að komast yfir Ölfusárbrú til að komast heim til sín, þá séu þrengslin alltaf betri kostur. Heimamenn á Selfossi og íbúar austar eru farnir að aka þrengslin til að sleppa við langar biðraðir við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson En bæjarstjórinn í Árborg er ánægður með hversu margir vilja flytja í sveitarfélagið. „Já, mér finnst það ótrúlega spennandi að fólk vilji koma og búa hérna hjá okkur. Þau eru auðvitað allir velkomnir en við viljum líka búa vel að því að þeir íbúar, sem eru bæði fyrir og þeir, sem eru að koma fái þjónustu og líði vel hérna hjá okkur, þannig að þetta þarf allt að spila saman,” segir Bragi.
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira