Mikil uppbygging framundan á Borg í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 20:05 Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, sem bindur miklar vonir við nýja íbúðahverfið á Borg og alla uppbygginguna á svæðinu sem framundan er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu. Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira