Þakkir til Jimmy Floyd Hasselbaink eftir frábæra vítakeppni enska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:01 Ensku landsliðsmennirnir fagna eftir að Trent Alexander-Arnold hafði skorað úr síðustu vítaspyrnunni og tryggt Englandi sæti í undanúrslitum EM. Getty/Alex Livesey Jude Bellingham segir að góð ráð frá Jimmy Floyd Hasselbaink hafi hjálpað honum og ensku landsliðsmönnunum í vítaspyrnukeppninni á móti Sviss. Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira
Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira