Stefnir á úrslit í París: „Þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2024 12:30 Anton Sveinn McKee er með langmestu Ólympíureynsluna af íslenskum keppendunum í ár. vísir/bjarni Anton Sveinn McKee er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika þar sem hann keppir í hundrað og tvö hundruð metra bringusundi. Hann stefnir á að komast í úrslit á leikunum í París. Anton segir mikinn heiður að keppa fyrir hönd Íslands á stærsta íþróttamóti heims. „Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
„Allur undirbúningur er svo gott sem búinn varðandi að koma sér í gott form. Nú er bara að halda haus og njóta síðustu viknanna. Við erum búin að keyra ákefðina mjög hátt fyrir leikana og núna munum við minnka hana til að fá ferskleika og snerpu í líkamann. Maður er bara að hugsa um líkamann, halda sér góðum og æfa sig aðeins að labba. Það eru miklar vegalengdir sem maður þarf að labba í Ólympíuþorpinu. Maður þarf að auka skrefafjöldann,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Sem fyrr sagði er Anton á leið á sína fjórðu Ólympíuleika. Hann keppti í London 2012, Ríó 2016, Tókýó 2021 og verður meðal þátttakenda á leikunum í París sem hefjast 26. júlí. Anton segist búa að reynslunni frá fyrri leikum. „Maður er sem betur fer með mikla reynslu að vera í þessu umhverfi. Manni finnst maður vera eins tilbúinn og maður getur verið. Síðustu tvö ár hafa verið mjög góð. Ég tek sjálfstraust frá niðurstöðunum þaðan og ætla mér stóra hluti,“ sagði Anton. Anton ætlar að komast í úrslit á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.getty/Michael Reaves Hann er bjartsýnn á gott gengi í París. „Þetta er allt búið að ganga eins og í sögu hingað til. Auðvitað er alltaf einhver rússíbani á leiðinni en heilt yfir hafa úrslitin og undirbúningsferlið verið eins og maður gæti óskað sér,“ sagði Anton. En hver eru markmiðin fyrir leikana fyrir Ólympíuleikana í ár? „Mig langar að komast í úrslit og það er það sem maður æfir fyrir. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, vinna sig upp úr undanrásunum og eiga svo taktíkst og gott sund í undanúrslitum og keyra svo á þetta í úrslitunum og allt er mögulegt þar,“ sagði Anton sem metur líkurnar á að komast í úrslit í París góðar. „Ég synti á þeim tímum sem þurfti til að komast í úrslit á síðustu Ólympíuleikum á síðasta heimsmeistaramóti. Ég hef náð þessum árangri á stórmóti. Ég hef áður sýnt að ég get gert það og ætla að gera það aftur.“ Anton segir að því fylgi mikið stolt að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum. „Auðvitað er maður alltaf að keppa fyrir Íslands hönd en þjóðarstoltið er langmest á Ólympíuleikunum og á hátíð þar sem allt besta íþróttafólk heims safnast saman. Að vera sendiherra Íslands á þessum leikum er ólýsanlegt,“ sagði Anton að endingu.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti