Féll á lyfjaprófi og lið hennar fær ekki að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 08:30 Lið CrossFit Complex Wodex fagnar þriðja sætinu á undanúrslitamótinu en nú er komið í ljós að þau keppa ekki á heimsleikunum. @crossfitcmplx Carla Cornejo, fyrirliði CrossFit Complex Wodex liðsins, gerði liðsfélögum sínum mikinn óleik og sá til þess að hún og liðsfélagarnir fá ekki að upplifa drauminn sinn að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár. Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt. CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt.
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira