Ólíklegast að Englendingar verði Evrópumeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 15:31 Kyle Walker, Jordan Pickford, Trent Alexander-Arnold og Ivan Toney fagna sigri enska liðsins í vítakeppninni í átta liða úrslitunum. Getty/Crystal Pix Aðeins fjórar þjóðir eiga enn möguleika á því að verða Evrópumeistarar karla í knattspyrnu 2024 og á næstu tveimur dögum kemur það í ljós hvaða tvær þjóðir mætast í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn