Messi skoraði þegar Argentínumenn fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 06:31 Lionel Messi fagnar marki sinu í undanúrslitaleiknum á móti Kanada í nótt. Getty/Robin Alam Heimsmeistarar Argentínu eru komnir í þriðja úrslitaleikinn í röð á stórmóti eftir 2-0 sigur á Kanada í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024 Copa América Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Sjá meira
Argentína mætir annað hvort Úrúgvæ eða Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á Flórída á sunnudaginn. Argentína vann HM í Katar 2022 og síðustu Copa América árið 2021 en það voru fyrstu titlarnir í langan tíma. Þetta voru líka fyrstu tveir titlarnir hjá Lionel Messi í þessum keppnum. Nú gæti sigurgangan haldið áfram. Messi and Argentina are just one more win away from adding another trophy to the cabinet 🏆 pic.twitter.com/xFH4H4clNq— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2024 Messi var að glíma við meiðsli aftan í læri í aðdraganda leiksins en allt leit vel út hjá honum í leiknum. Manchester City maðurinn Julián Álvarez skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo De Paul. Messi skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir að hafa stýrt skoti Chelsea mannsins Enzo Fernández í markið. Þetta var fjórtánda mark Messi í sögu Copa América og 28. markið í síðustu 25 landsleikjum hjá hinum 37 ára gamla Messi. Messi komst líka upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsleikmenn allra tíma og upp fyrir Íranan Ali Daei. Ronaldo er efstur með 130 landsliðsmörk en Messi er nú kominn með 109. Argentína getur unnið Suðurameríkukeppnina í sextánda sinn en Messi og félagar hafa spilað sex af síðustu átta úrslitaleikjum keppninnar. Með því að vinna þrjú stórmót í röð myndi Argentínumenn jafna afrek Spánverja frá 2öö8 til 2012 sem unnu þá þrjú mót í röð eða EM 2008, HM 2010 og EM 2012. ✅ 2007✅ 2015✅ 2016✅ 2019✅ 2021✅ 2024Leo Messi has scored in 𝐒𝐈𝐗 Copa Américas 🇦🇷 pic.twitter.com/ld0GOHtlFv— B/R Football (@brfootball) July 10, 2024
Copa América Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Sjá meira