Innlent

Allir austur, allir austur!

Jakob Bjarnar skrifar
Veðurkort sem Einar birtir máli sínu til stuðnings.
Veðurkort sem Einar birtir máli sínu til stuðnings.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur upp herhóp á Bliku og hvetur alla til að drifa sig austur eða á Norðurlandið. Ástæðan: Langþráð blíða.

„Á Skriðuklaustri í Fljótsdal spáir Blika um 19 til 21 stigs hita kl. 12 allt fram á þriðjudag. Þýðir að síðdesgishitinn verður þetta 22 til 25 stig. Spá Veðurstofunnar fyrir Egilstaðaflugvöll er svipuð.“

Má segja að hér sé heldur betur komin langþráð blíða en sumarið hefur verið hikandi við að mæta almennilega til leiks. 

Einar er boðberri góðra tíðinda, það er að segja fyrir þá sem eru fyrir austan og svo norðan. Sumarið hefur verið heldur hikandi að mati margra, við að mæta almennilega til leiks.Bylgjan

Einar segir Austurlandið sleppa við vindsperringinn sem spáð er vestan- og norðvestantil á landinu með gulum viðvörunum, líklega, að honum sýnist, fram á laugardag, en suðvestanáttin er þó næg til að halda innlögninni frá.

„Og sólríkt að auki,“ segir Einar og virðist hinn ánægðasti með að geta verið boðberi svo góðra tínda, fyrir þá sem eru fyrir austan og svo norðan.

„Þegar frá líður (sunnudag og mánudag) er að sjá sem háþrýstisvæði úr austri verði hér ráðandi og þá fyrirtaks sumarveður um mest allt land. Hafgolan þá líklega meira áberandi við sjávarsíðuna svona almennt séð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×