„Ég fer ekki í búr eins og dýr“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 11:21 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, gefur ekki mikið fyrir áskorun Alexanders Jarls. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann. Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann.
Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04
Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01