Koeman sakar VAR um að skemma fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:45 Harry Kane lá lengi eftir í grasinu. Ronald Koeman var mjög ósáttur með ákvörðun Felix Zwayer og myndbandsdómaranna. Getty/Richard Pelham Hollendingum fannst á sér brotið þegar þeir töpuðu 2-1 á móti Englandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gærkvöldi. Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var mjög ósáttur með þá ákvörðun myndbandsdómara að láta dómara leiksins fara í skjáinn sem endaði með því að Englendingar fengu víti. Atvikið varð þegar Harry Kane átti skot að marki en Denzel Dumfries fór í hann eftir að skotið var farið yfir. Hingað til hafa dómarar ekki verið að dæma á svona atvik og í margra augum var þarna verið að nota myndbandsdómgæsluna til að dæma leikinn en ekki leiðrétta mistök dómara. Koeman accuses VAR of 'breaking football' after Dutch loss: Netherlands boss Ronald Koeman criticises the use of video assistant referees for "breaking football" after England were awarded a contentious penalty in their Euro 2024 semi-final on Tuesday. https://t.co/Z4N1C2kWfY pic.twitter.com/vZldznpy2C— Global Voters (@global_voters) July 11, 2024 Eftir leikinn sakaði Koeman myndbandsdómsgæsluna, VAR, um að skemma fótboltann. „Að mínu mati þá átti þetta ekki að vera vítaspyrna,“ sagði Koeman. Breska ríkisútvarpið fjallar um viðbrögð hollenska þjálfarans. „Hann sparkaði í boltann og skórnir þeirra snertast. Mitt mat er að við getum ekki spilað almennilegan fótbolta lengur og það er út af VAR. Þetta er að skemma fótboltann,“ sagði Koeman. Kane jafnaði metin úr vítinu, kom enska liðinu aftur inn í leikinn og Englendingar skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnusérfræðingur í dag, var sammála því að Hollendingar hefðu fullan rétt á því að vera mjög ósáttir með þennan dóm. „Sem gamall varnarmaður þá finnst mér þetta vera skammarleg ákvörðun. Það er ekki möguleiki að þetta sé víti. Hann er bara að reyna að komast fyrir skotið. Þetta var ekki víti,“ sagði Neville. Gary Neville has claimed England's penalty decision was a 'disgrace' 😬 pic.twitter.com/E8ayYABEuX— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 10, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjá meira