Darwin Nunez slóst við áhorfendur í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 07:30 Darwin Nunez sést hér kominn upp í stúku eftir leikinn í nótt. EPA-EFE/BRIAN WESTERHOLT Liverpool framherjinn Darwin Nunez var kominn upp í stúku eftir tap Úrúgvæ á móti Kólumbíu í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 Enski boltinn Copa América Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Kólumbía vann leikinn 1-0 og mætir Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Úrúgvæ var manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst samt ekki að nýta sér það. Leikmenn Úrúgvæ sögðust hafa farið upp í stúku eftir leikinn til að verja fjölskyldur sínar. Þeir töldu að fólki þeirra stæði hætta af stuðningsmönnum Kólumbíu. Úrúgvæarnir kvörtuðu líka yfir lítilli öryggisgæslu en leikurinn var spilaður í Charlotte í Bandaríkjunum. Það lítur þó út fyrir það að Nunez hafi gengið lengst þegar kom að því að slást við kólumbísku stuðningsmennina. Hann sást þar meðal annars kýla einn mann í kólumbískri landsliðstreyju. „Fjölskyldur okkur voru í hættu. Þetta er algjör hörmung. Við urðum að fara upp í stúku til að passa upp á okkar fólk. Það voru lítil börn þarna. Ég sá ekki einn lögreglumann,“ sagði Úrúgvæinn José María Giménez eftir leik. Nunez átti ekki góðan dag inn á vellinum þar sem hann fór illa með fjölda færa í leiknum. Hann gæti líka hafa komið sér í mikil vandræði með æsingi sínum eftir leik. Þetta var ljótur endir á svekkjandi kvöldi fyrir Úrúgvæja en Nunez var algjörlega niðurbrotinn maður í leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem slæm færanýting hans fer illa með lið. Liverpool forward Darwin Nunez was involved in an altercation with spectators after Uruguay's defeat to Colombia in the Copa America semi-finals.#BBCFootball pic.twitter.com/XudZiD9mp9— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024
Enski boltinn Copa América Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira