Þorsteinn gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því í sigrinum á Austurríki í síðasta glugga.
Guðrún Arnardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Hlín Eiríksdóttir detta allar út úr byrjunarliðinu en í staðinn koma inn þær Natasha Anasi, Alexandra Jóhannsdóttir og Diljá Ýr Zomers.
Alexandra og Diljá hafa verið að byrja flesta leiki í þessi undankeppni en Natasha er í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið. Hún er enn fremur að spila sínar fyrstu mínútur í undankeppninni og aðeins sinn sjötta A-landsleik á ferlinum.
Þetta þýðir hins vegar að tveir af bestu leikmönnum sænsku deildarinnar í sumar, Guðrún Arnardóttir og Hlín Eiríksdóttir, verða báðar að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum í leiknum í dag.
Báðar hafa verið að gera frábæra hluti með liðum sínum. Guðrún hafði líka byrjað alla leiki Íslands í undankeppninni og Hlín skoraði mark Íslands í fyrri leiknum á móti Þýskalandi sem og mark í síðasta leik á móti Austurríki. Stór ákvörðun hjá landsliðsþjálfaranum.
- Byrjunarlið Íslands í leiknum:
- Fanney Inga Birkisdóttir
- Natasha Moraa Anasi
- Glódís Perla Viggósdóttir
- Ingibjörg Sigurðardóttir
- Guðný Árnadóttir
- Hildur Antonsdóttir
- Alexandra Jóhannsdóttir
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
- Sveindís Jane Jónsdóttir
- Diljá Ýr Zomers
- Sandra María Jessen