Dauðvona Sven-Göran: „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2024 12:30 Sven-Göran Eriksson ræðir við Gareth Southgate á æfingu enska landsliðsins. getty/Michael Steele Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins. Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn