Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða.
Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum.
Við heilsum upp á sísvanga og móðurlausa þrastarunga sem eru í fóstri á heimili í Hafnarfirði og verðum í beinni útsendingu frá sirkussýningu í Vatnsmýrinni.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan hálf sjö.