Var fyrst í kúluvarpi til að fá pásu frá handboltanum en er nú komin á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 10:00 Erna Sóley Gunnarsdóttir er búin að eiga flott sumar. Íslandsmet og Íslandsmeistaratitill og svo farseðill á Ólympíuleikana í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mosfellingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir verður fyrsti kvenkyns kúluvarpari sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum en hún er á leið til Parísar seinna í þessum mánuði. Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira