Földu myndirnar af Messi baða sex mánaða gamlan Lamine Yamal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 11:00 Ljósmyndarinn Joan Monfort með stóra opnumynd af Lionel Messi baða Lamine Yamal árið 2007. Monfort tók myndina á sínum tíma. EPA-EFE/Alejandro Garcia Myndirnar af Lionel Messi að baða spænska undrabarnið, þegar Lamine Yamal var aðeins sex mánaða, fóru eins og eldur í sinu um alnetið í vikunni. Strákurinn var sjálfur spurður út í myndirnar í viðtali fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira
England og Spánn mætast í úrslitaleiknum í Berlín annað kvöld og þar bíða margir spenntir eftir því hvernig guttinn Lamine Yamal fylgir eftir sögulegri frammistöðu sinni í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þar sem hann skoraði stórkostlegt mark. Lamine Yamal talaði um það í þessu viðtali að fjölskyldan hafi ákveðið það að fela myndirnar því þau óttuðust erfiðan samanburð á honum og goðsögninni Lionel Messi. Yamal: Messi pic was hidden to limit comparisonsLamine Yamal said that the viral photographs of him as a baby with Lionel Messi were kept hidden because the comparisons would not have helped his career.https://t.co/rCFeDmSvks— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 12, 2024 Myndirnar eru frá árinu 2007 og þar sést Messi með Lamine Yamal og móður hans Sheilu Ebana. „Augljóslega vissi ég ekkert hvað var í gangi þegar þessar myndir voru teknar enda enn svo ungur,“ sagði Yamal við Jijantes í gær. „Pabbi minn passaði upp á myndirnar en þær komu aldrei fram í dagsljósið. Við földum þær því við vildum ekki samanburðinn við Messi,“ sagði Yamal. „Það er ekki gott fyrir neinn að vera borinn saman við þann besta sem hefur spilað þessa íþrótt. Það væri fljótt farið að vinna gegn þér því þú getur aldrei orðið eins og hann,“ sagði Yamal. Það þurfti þó ekki myndirnar til þess. Yamal er vinstri fótar leikmaður, með auga fyrir mörkum og stoðsendingum, alinn upp í akademíu Barcelona og kom mjög snemma inn í aðallið Barcelona. Þegar hann fór síðan að sýna frábær tilþrif inn á vellinum þá voru menn fljótir að bera hann saman við Messi. Xavi, sem gaf honum fyrsta tækifærið með aðalliði Börsunga, reyndi að tala þær niður en viðurkenndi þó að hann sæi ýmislegt í leikstíl Yamal sem minnti hann á Messi. Yamal er með eitt mark og þrjár stoðsendingar á þessu Evrópumóti en hann er sá fyrsti til að skora á stórmóti (HM eða EM) áður en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Strákurinn heldur einmitt upp á sautján ára afmælið sitt í dag. When Yamine Lamal was 5 months old, he was photographed being bathed by Lionel Messi for a UNICEF calendar 🥺 pic.twitter.com/VdyvHGR9oT— Opac Jr (@OP4C) July 5, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Sjá meira